Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 21:30 "Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23