Þjóðhetjan sem gerði ekki neitt: Það er kviknað í Will Grigg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2016 10:45 Will Grigg er ein skærasta stjarnan á EM í Frakklandi. Vísir/Getty „Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
„Will Grigg’s on fire“ er klárlega það stuðningsmannalag á Evrópumótinu í Frakklandi sem slegið hefur mest í gegn. Óhætt er að segja að París hafi orðið að borginni hans Will Grigg í gær þegar Norður-Írar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum á Parc des Princes. Þrátt fyrir það spilaði Will Grigg ekki mínútu í leiknum í gær, og hefur reyndar ekki spilað mínútu á Evrópumótinu. Engu að síður hefur líklega ekki verið sungið jafnmikið um nokkurn leikmann á EM.Stuðningsmenn Norður-Íra láta vel í sér heyra til heiðurs Will Grigg. Það var sungið langt fram á nótt í París í gær en það er bara eitt lag sem kemst að, lagið um Will Grigg. Stuðningsmaður Wigan samdi textann við lagið í vor sem sungið er við „Freed from desire“ með Gala. Textinn hljóðar þannig: „Will Grigg’s on fire, your defence is terrified - Will Grigg’s on fire“ sem mætti snara yfir á íslensku einhvern veginn svona: „Það er kviknað í Will Grigg, vörnin ykkar er skíthrædd því það er kviknað í Will Grigg.“ Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan sem byrjaði að syngja lagið fékk ársmiða að launum frá David Whelan, stjórnarformanni Wigan. Myndband hans má sjá að neðan en yfir milljón manns hafa horft á það. Með orðalaginu „það er kviknað í“ er átt við að Grigg sé kominn í svo mikið stuð að hann sé vís til að skora og skora. Það er ekki beint hægt að segja að Will Grigg hafi gert neitt til að verðskulda að allir stuðningsmenn á Evrópumótinu í knattspyrnu taki undir með Norður-Írum en lagið hefur svo sannarlega slegið í gegn. Allir syngja með og Parísarbúar fóru eflaust margir að sofa í gær með lagið á heilanum. Mats Hummels, varnarmaður Þjóðverja, var spurður út í það á blaðamannafundin fyrir leikinn gegn Norður-Írum hvort hann væri hræddur við Will Grigg af því það væri kviknað í honum. Hummels játaði því í gríni og sagðist hafa heyrt lögin og sögurnar af Will Grigg. Hann ætlaði því að skiptast á treyjum við hann eftir leik en reiknaði með mikilli samkeppni frá liðsfélögum sínum. Hummels sagðist hafa séð myndbandið þegar stuðningsmenn Norður-Íra hringdu í slökkviliðið. Myndbandið má sjá hér að neðan en það er mjög fyndið þótt að sjálfsögðu eigi ekki að angra slökkviliðsmenn við þeirra vinnu. Norður-Írar eru sem fyrr segir komnir í sextán liða úrslitin þannig að stuðningsmannalagið um Will Grigg mun hljóma í einhvern tíma í viðbót. Ójá, meðan ég man. Will Grigg er 24 ára framherji og spilar með Wigan Athletic. Hann hefur skorað eitt mark í átta landsleikjum fyrir Norður-Íra.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira