Fótbolti

Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alvöru stemning fyrir utan Rauðu Mylluna.
Alvöru stemning fyrir utan Rauðu Mylluna. Vísir/Vilhelm
Um 10.000 Íslendingar eru mættir til Parísar og verða leik Íslands og Austurríkis í F-riðli EM 2016 sem hefst klukkan 18.00 að staðartíma á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið en strákana okkar vantar aðeins eitt stig til þess að komast áfram í 16 liða úrslitin en Ísland er að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn.

Stuðningsmenn íslenska liðsins hittust á og fyrir utan írska barinn O'Sullivans í Moulin Rouge-hverfinu í París upp úr hádegi í dag en þaðan verður farið á völlinn um klukkan 15.00.

Rauða Myllan sjálf er við hliðina á írska barnum og má því segja að hún hafi verið máluð blá af hressum og kátum íslenskum stuðningsmönnum í París í dag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Íslendingafögnuðinum í dag og tók myndirnar sem sjá má.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×