Það þýðir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er á sínum stað á miðju íslenska liðsins en hann hefur verið að glíma við meiðsli í keppninni. Hann var tæpur í nára fyrir fyrsta leik og fékk svo högg í leiknum gegn Ungverjalandi.
Leikurinn fer fram á Stade de France í París og er síðasti leikur liðanna í F-riðli. Íslandi nægir jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar en Austurríki verður að vinna leikinn.
Bein textalýsing Vísis frá leiknum er þegar hafin.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason
Sóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson
