Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 20:00 Íslensku leikmennirnir áttu allir sem einn góðan dag í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45