Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum 22. júní 2016 21:29 Theodór Elmar Bjarnason fagnar með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Vísir/AFP „Það er gildra að vera með hausinn í lagi þegar maður fær tækifærið og bíða eftir réttu stundinni,“ sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, hreinskilinn eftir 2-1 sigur Íslands í dag, aðspurður út í hvernig hefði verið að koma inn af bekknum í leik eins og þessum. „Ég er búinn að bíða eftir mínu tækifæri og í dag kom að því. Ég er alltaf klár og ég reyndi bara að vinna mína vinnu fullkomnlega og það gekk upp í dag. Maður er auðvitað alltaf svekktur að fá ekki að spila og það finnst öllum hundleiðinlegt að sitja á bekknum en það er mun auðveldara að styðja liðsfélaga sína þegar þetta eru vinir manns,“ sagði Elmar og bætti við: „Maður þarf að bíða eftir réttu stundinni og vera tilbúinn þegar að því kemur. Það er auðveldara að sætta sig við þetta hlutverk þegar þú ert í hóp eins og þessum.“ Elmar lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór en hann sló á létta strengi þegar hann var spurður út í hvort hann hefði velt fyrir sér að reyna skotið sjálfur í stað þess að renna honum á liðsfélaga sína. „Auðvitað sá maður það en þegar ég sá græðgina í Birki og Arnóri og að þeir væru í betra færi vissi ég að ég myndi gefa boltann og ég hætti að hugsa um markið. Ég reyndi bara að draga varnarmanninn til mín til að skapa pláss fyrir þá,“ sagði Elmar sem hrósaði stuðningsmönnum íslenska liðsins. „Þetta var þvílíkt adrenalínsjokk fyrir okkur alla og maður man varla hvað maður var að gera þarna í fimm mínútur með stuðningsmönnunum beint eftir flautið. Maður man hinsvegar að þetta var æðislegt, stuðningurinn sem við höfum fengið er ótrúlegur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. 22. júní 2016 18:18 Strákarnir unnu sér inn fimm daga hvíld með því að skora í lokin Íslenska fótboltalandsliðið er komið í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Austurríki í lokaumferð F-riðilsins í kvöld. 22. júní 2016 18:05 Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Frakklandi. 22. júní 2016 17:59 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
„Það er gildra að vera með hausinn í lagi þegar maður fær tækifærið og bíða eftir réttu stundinni,“ sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, hreinskilinn eftir 2-1 sigur Íslands í dag, aðspurður út í hvernig hefði verið að koma inn af bekknum í leik eins og þessum. „Ég er búinn að bíða eftir mínu tækifæri og í dag kom að því. Ég er alltaf klár og ég reyndi bara að vinna mína vinnu fullkomnlega og það gekk upp í dag. Maður er auðvitað alltaf svekktur að fá ekki að spila og það finnst öllum hundleiðinlegt að sitja á bekknum en það er mun auðveldara að styðja liðsfélaga sína þegar þetta eru vinir manns,“ sagði Elmar og bætti við: „Maður þarf að bíða eftir réttu stundinni og vera tilbúinn þegar að því kemur. Það er auðveldara að sætta sig við þetta hlutverk þegar þú ert í hóp eins og þessum.“ Elmar lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór en hann sló á létta strengi þegar hann var spurður út í hvort hann hefði velt fyrir sér að reyna skotið sjálfur í stað þess að renna honum á liðsfélaga sína. „Auðvitað sá maður það en þegar ég sá græðgina í Birki og Arnóri og að þeir væru í betra færi vissi ég að ég myndi gefa boltann og ég hætti að hugsa um markið. Ég reyndi bara að draga varnarmanninn til mín til að skapa pláss fyrir þá,“ sagði Elmar sem hrósaði stuðningsmönnum íslenska liðsins. „Þetta var þvílíkt adrenalínsjokk fyrir okkur alla og maður man varla hvað maður var að gera þarna í fimm mínútur með stuðningsmönnunum beint eftir flautið. Maður man hinsvegar að þetta var æðislegt, stuðningurinn sem við höfum fengið er ótrúlegur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. 22. júní 2016 18:18 Strákarnir unnu sér inn fimm daga hvíld með því að skora í lokin Íslenska fótboltalandsliðið er komið í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Austurríki í lokaumferð F-riðilsins í kvöld. 22. júní 2016 18:05 Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Frakklandi. 22. júní 2016 17:59 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15
Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00
Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. 22. júní 2016 18:18
Strákarnir unnu sér inn fimm daga hvíld með því að skora í lokin Íslenska fótboltalandsliðið er komið í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Austurríki í lokaumferð F-riðilsins í kvöld. 22. júní 2016 18:05
Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Frakklandi. 22. júní 2016 17:59