Heimir: Menn voru bara að missa sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 12:45 Heimir Hallgrímsson stýrir æfingu í góða veðrinu í Annecy í dag. vísir/vilhelm „Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
„Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22