Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2016 14:15 Lars Lagerbäck á æfingunni í dag. Vísir/Getty Það var létt yfir Lars Lagerbäck í sumarhitanum í Annecy í gær en íslenska landsliðið hafði þá nýlokið æfingu sinni á æfingasvæðinu í bænum. Þar með hófst formlegur undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á EM á mánudag. Það sæti var tryggt eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í gær. „Þetta var skref fram á við,“ sagði Lagerbäck um leikinn í gær. „Það sem við höfum gert vel allt mótið var áfram got thjá okkur og hvað sóknarleikinn varðar þá var framför í honum hjá okkur.“ Sjá einnig: Heimir: Menn voru bara að missa sig Hann segir að leikurinn hafi byrjað vel en þegar strákarnir hafi komist yfir hafi liðið fallið í of djúpan varnarleik. „Þá varð erfitt fyrir okkur að halda boltanu. En þær skiptingar sem við gerðum komu með meiri kraft og þeir leikmenn voru klókir. Ég verð þó að hrósa öllum leikmönnum okkar. Þeir stóðu sig virkilega vel allan leikinn.“ Austurríki stillti upp með þriggja manna vörn í upphafi leiks sem kom mörgum á óvart. Ísland komst þá yfir og Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, breytti í 4-3-3 í seinni hálfleik. Það bar góðan árangur þar sem að Austurríki spilaði sinn besta hálfleik á mótinu, náði að jafna metin og setja mikla pressu á íslensku vörnina. Sjá einnig: Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað „Sú breyting sem gerð var í hálfleik kom mér ekki á óvart. Það getur allt gerst í fótbolta og þeir urðu að sækja annað mark. Enda kom meiri kraftur í sóknina hjá þeim.“ Sigurmark Arnór Ingva Traustasonar í lokin þýðir að Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitunum og spilar ekki fyrr en á mánudag. Til samanburðar má nefna að Portúgal, sem hafnaði í þriðja sæti F-riðils, spilar við Króatíu á laugardag. „Ég öfunda Portúgal alls ekki. Það er í raun ekki hægt að meta hversu dýrmætt það er að fá auka tvo daga í hvíld. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Lagerbäck var mikið spurður af erlendum fjölmiðlamönnum um íslenska ævintýrið og hversu langt Ísland getur farið á mótinu. „Það er erfitt að segja. Þetta er sama klisjan og alltaf. Nú einbeitum við okkur að Englandi og leikmenn fara í endurheimt. En við munum reyna að vinna leikinn. Ég hef alltaf sagt að það sé raunhæfur möguleiki að vinna hvern sem er. Hversu stór hann er veit svo enginn.“ „Englendingar eru með gott lið og miðað við það sem ég hef séð af þeim hafa þeir helst verið í vandræðum með að nýta færin sín.“ Og hann er viss um að íslenska landsliðið getur valdið því enska vandræðum. „Hversu miklum verður bara að koma í ljós. Við munum allavega reyna.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Það var létt yfir Lars Lagerbäck í sumarhitanum í Annecy í gær en íslenska landsliðið hafði þá nýlokið æfingu sinni á æfingasvæðinu í bænum. Þar með hófst formlegur undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á EM á mánudag. Það sæti var tryggt eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í gær. „Þetta var skref fram á við,“ sagði Lagerbäck um leikinn í gær. „Það sem við höfum gert vel allt mótið var áfram got thjá okkur og hvað sóknarleikinn varðar þá var framför í honum hjá okkur.“ Sjá einnig: Heimir: Menn voru bara að missa sig Hann segir að leikurinn hafi byrjað vel en þegar strákarnir hafi komist yfir hafi liðið fallið í of djúpan varnarleik. „Þá varð erfitt fyrir okkur að halda boltanu. En þær skiptingar sem við gerðum komu með meiri kraft og þeir leikmenn voru klókir. Ég verð þó að hrósa öllum leikmönnum okkar. Þeir stóðu sig virkilega vel allan leikinn.“ Austurríki stillti upp með þriggja manna vörn í upphafi leiks sem kom mörgum á óvart. Ísland komst þá yfir og Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, breytti í 4-3-3 í seinni hálfleik. Það bar góðan árangur þar sem að Austurríki spilaði sinn besta hálfleik á mótinu, náði að jafna metin og setja mikla pressu á íslensku vörnina. Sjá einnig: Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað „Sú breyting sem gerð var í hálfleik kom mér ekki á óvart. Það getur allt gerst í fótbolta og þeir urðu að sækja annað mark. Enda kom meiri kraftur í sóknina hjá þeim.“ Sigurmark Arnór Ingva Traustasonar í lokin þýðir að Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitunum og spilar ekki fyrr en á mánudag. Til samanburðar má nefna að Portúgal, sem hafnaði í þriðja sæti F-riðils, spilar við Króatíu á laugardag. „Ég öfunda Portúgal alls ekki. Það er í raun ekki hægt að meta hversu dýrmætt það er að fá auka tvo daga í hvíld. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Lagerbäck var mikið spurður af erlendum fjölmiðlamönnum um íslenska ævintýrið og hversu langt Ísland getur farið á mótinu. „Það er erfitt að segja. Þetta er sama klisjan og alltaf. Nú einbeitum við okkur að Englandi og leikmenn fara í endurheimt. En við munum reyna að vinna leikinn. Ég hef alltaf sagt að það sé raunhæfur möguleiki að vinna hvern sem er. Hversu stór hann er veit svo enginn.“ „Englendingar eru með gott lið og miðað við það sem ég hef séð af þeim hafa þeir helst verið í vandræðum með að nýta færin sín.“ Og hann er viss um að íslenska landsliðið getur valdið því enska vandræðum. „Hversu miklum verður bara að koma í ljós. Við munum allavega reyna.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48
Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45