Aðildarfólk yfir í fyrstu tölum Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:00 Tesopi fyrir slaginn Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Hér er til að mynda þvottahús í Headington nærri Oxford nýtt sem kjörstaður. Umsjónarmenn bíða fyrstu kjósenda í gærmorgun. Nordicphotos/AFP Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira