Lars vísaði til Einstein og Emmi horfir á smáhund elta nashyrning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 09:22 Albert Einstein kom við sögu á blaðamannafundi í Annecy í morgun. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvernig liðið hagaði undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Englandi á mánudaginn, hvort hann ætti einhver brögð uppi í erminni. „Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar. Ég veit ekki hversu mikið þeir fá út úr því,“ sagði Lars. Hann sagði marga góða karaktera í íslenska hópnum og minntist á liðsfund á hótelinu í gær. „Nokkrir stigu fram og sögðust ekki vera saddir,“ sagði Lars. Allir væru að hjálpast að og framlag væri mikið á æfingum. Liðið væri ekki orðið satt og vildi sýna meira í sóknarleiknum. „Við tókum framfaraskref gegn Austurríki og viljum gera meira.“ Hér er smáhundur að elta nashyrning. Hvort þetta er myndin sem strákarnir eru með uppi á herbergi liggur ekki fyrir. Smáhundur að hlaupa á eftir nashyrningi Svíinn var spurður um dæmi um kvót sem hann nýtti á fundum með leikmönnum. Lars tók kvót frá Albert Einstein sem dæmi. „If you can’t explain it in a simple way, you don’t understand it well“ sem mætti þýða: „Ef þú getur ekki útskýrt eitthvað á einfaldan hátt þá hefurðu ekki góðan skilning á því.“ Theodór Elmar var spurður út í hvort einhver kvót væru sérstaklega eftirminnileg. Elmar minntist á kvótið í Einstein og bætti við að strákarnir væru með mynd á veggnum af litlum hundi að elta nashyrning sem uppskar bros hjá fundargestum. We are not the tiny dog! Its just a symbol for how far great attitude and courage can carry you.#fotbolti #EURO2016 pic.twitter.com/denxSctTIa— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) June 24, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, var spurður út í það á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvernig liðið hagaði undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Englandi á mánudaginn, hvort hann ætti einhver brögð uppi í erminni. „Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar. Ég veit ekki hversu mikið þeir fá út úr því,“ sagði Lars. Hann sagði marga góða karaktera í íslenska hópnum og minntist á liðsfund á hótelinu í gær. „Nokkrir stigu fram og sögðust ekki vera saddir,“ sagði Lars. Allir væru að hjálpast að og framlag væri mikið á æfingum. Liðið væri ekki orðið satt og vildi sýna meira í sóknarleiknum. „Við tókum framfaraskref gegn Austurríki og viljum gera meira.“ Hér er smáhundur að elta nashyrning. Hvort þetta er myndin sem strákarnir eru með uppi á herbergi liggur ekki fyrir. Smáhundur að hlaupa á eftir nashyrningi Svíinn var spurður um dæmi um kvót sem hann nýtti á fundum með leikmönnum. Lars tók kvót frá Albert Einstein sem dæmi. „If you can’t explain it in a simple way, you don’t understand it well“ sem mætti þýða: „Ef þú getur ekki útskýrt eitthvað á einfaldan hátt þá hefurðu ekki góðan skilning á því.“ Theodór Elmar var spurður út í hvort einhver kvót væru sérstaklega eftirminnileg. Elmar minntist á kvótið í Einstein og bætti við að strákarnir væru með mynd á veggnum af litlum hundi að elta nashyrning sem uppskar bros hjá fundargestum. We are not the tiny dog! Its just a symbol for how far great attitude and courage can carry you.#fotbolti #EURO2016 pic.twitter.com/denxSctTIa— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) June 24, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira