Brot safnar fyrir frumraun sinni Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 14:30 Hljómsveitin Brot (f.v.) Gunnar, Jóhann, Arnar og Óskar eru allir reynsluboltar í rokkinu. Vísir/Brot Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni. Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni.
Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira