Draumamark Shaqiri dugði ekki til og Pólverjar fóru áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 16:00 Pólverjar fagna sætinu í 8-liða úrslitum. Vísir/EPA Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Pólverjar urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á EM 2016 eftir sigur á Sviss eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar sýndu leikmenn Póllands gríðarlegt öryggi og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Svisslendingar skoruðu úr fjórum en Granit Xhaka, nýjasti leikmaður Arsenal, skaut langt framhjá úr sinni spyrnu. Pólverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir nokkurra sekúndna leik skaut Arek Milik yfir úr dauðafæri. Pólska liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Jakub Blaszczykowski rak smiðshöggið á frábæra skyndisókn. Þetta var 18. landsliðsmark Blaszczykowskis en Pólland hefur aldrei tapað leik sem hann skorar í. Það varð engin breyting þar á í dag.Shaqiri jafnaði metin með mergjuðu marki.vísir/epaStaðan var 0-1 í hálfleik en svissneska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og fór að ógna marki Pólverja sem fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni. Lukasz Fabianski varði aukaspyrnu Ricardos Rodríguez á 73. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Haris Seferovic í slána. Stíflan brast svo á 82. mínútu þegar Xherdan Shaqiri klippti boltann glæsilega í stöng og inn og jafnaði metin. Algjörlega magnað mark hjá Shaqiri sem spilaði sinn besta leik á EM í dag. Í framlengingunni var Sviss sterkari aðilinn en tókst ekki að skora sigurmarkið. Varamaðurinn Eren Derdiyok komst næst því á 113. mínútu en Fabianski varði skalla hans af stuttu færi frábærlega.Vítakeppnin (Sviss byrjar): 1-0 Stephan Lichtsteiner skorar 1-1 Robert Lewandowski skorar 1-1 Granit Xhaka skýtur framhjá 1-2 Arek Milik skorar 2-2 Xherdan Shaqiri skorar 2-3 Kamil Glik skorar 3-3 Fabian Schär skorar 3-4 Jakub Blaszczykowski skorar 4-4 Ricardo Rodríguez skorar 4-5 Grzegorz Krychowiak skorarMilik klúðrar dauðafæri fá dauðafæri á 20. sekúndu! 16 liða úrslitin eru hafin! #EMÍsland https://t.co/2IVfsNplYB— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Błaszczykowski kemur Pólverjum yfir MARK! er komið yfir á móti ! Błaszczykowski skorar á 39. mínútu! #EMÍsland https://t.co/UzECYIPKSe— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Stórkostlegt jöfnunarmark Shaqiri ÓTRÚLEGT mark hjá ! Shaqiri með bakfallsspyrnu - mögulega mark keppninar hingað til. Framlenging. #EMÍsland https://t.co/v1MbMrfHqt— Síminn (@siminn) June 25, 2016 Krychowiak skorar úr síðustu spyrnu Pólverja tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. v hefst svo klukkan 16:00 #EMÍsland https://t.co/Y9mEjgxGT5— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira