Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin 26. júní 2016 14:45 Antoine Griezmann fagnar seinna marki sínu. Vísir/EPA Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira