Foreldrarnir misstu af augnabliki Arnórs Ingva því þau voru á leiðinni á annað stórmót Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 13:00 Hetja kvöldsins fagnar að leikslokum. Vísir/Vilhelm Þau eru orðin vön því að fylgja krökkunum sínum á stórmót á Íslandi hvort sem er á Akranesi, Vestmannaeyjar eða Akureyri. Í sumar fylgdu þau elsta syni sínum á stórmót í Frakklandi. Þar sem hann sló í gegn. En þá voru þau reyndar farin á enn eitt stórmótið.Una Kristín Stefánsdóttir og Trausti Már Hafsteinsson eru foreldrar Arnórs Ingva Traustasonar. Hetju Íslands í leiknum gegn Austurríki. Keflvíkingar og Njarðvíkingar gera bæði tilkall til Arnórs Ingva en móðir hans segir hann einfaldlega fyrsta flokks Reyknesbæing. Þau hafa fylgt Arnóri og landsliðsstrákunum eftir í Frakklandi, sáu leikina gegn Portúgal og Ungverjalandi en flugu heim daginn sem Ísland spilaði gegn Austurríki. „Við höfum fengið þá spurningu endurtekið, hvernig okkur datt í hug að fara heim,“ segir Una Kristín í samtali við Vísi. „Ég á fjögur börn,“ segir Una sem var mætt á Orkumótið í Eyjum þar sem Viktor Árni spilar með liði Keflavíkur.„Það er bara flakkað á milli stórmóta,“ segir Una Kristín hress.Viktor Árni og Hjördís Lilja með stóra bróður eftir jafnteflið gegn Ungverjum í Marseille.Litlu munaði að Una Kristín og fjölskylda missti af augnablikinu sem fæstir Íslendingar munu gleyma. Þegar Arnór Ingvi tryggði Íslandi sigurinn gegn Austurríki. Þau áttu flug heim frá Frakklandi þennan dag og hálftíma seinkun varð á fluginu, sem var ekki vinsælt. „Við fylgdumst með stöðunni í fyrri hálfleiknum á netinu í vélinni,“ segir Una Kristín. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli tók við kapphlaup heim í sjónvarpsstofuna í Njarðvík þar sem horft var á seinni hálfleikinn.„Þar var fullt af fjölskyldumeðlimum og svo komu bara allir öskrandi út úr öllum húsum. Áður en við vissum af fylltist húsið af nágrönnum og vinum,“ rifjar Una Kristín upp. Augljóst er að það hefur verið einstök og skemmtileg stund.„Auðvitað hefði verið svakalega gaman að vera staddur á staðnum en maður veit aldrei hvenær tækifærið kemur. Svona er þetta.“Arnór Ingvi verður svo sannarlega með montréttinn í klefanum hjá Rapid Vín. Markvörður austurríska landsliðsins spilar með erkifjendunum í Austria Vín.En það er þetta með tækifærið og Arnór Ingva. Hann kom ekkert við sögu í undankeppni EM en fékk svo tækifæri í æfingaliekjum í aðdraganda EM. Þrjú mörk í sjö leikjum á fjórum mánuðum tryggðu honum sæti í EM-hópnum. Og tölfræðin þar? Eitt mark á fjórtán mínútum, eitt eftirminnilegasta markið í sögu íslenskrar knattspyrnu.Una Kristín segir að fjölskyldan fylgist grannt með Arnóri Ingva sama hvar hann spili. Þau séu með gervihnattadisk sem hafi hjálpað þeim að horfa á leiki stráksins með Norköpping í Svíþjóð og vonandi einnig sem flesta leiki Rapid Vínar, þar sem Arnór leikur á næstu leiktíð. Arnór er dýrasti leikmaður í sögu félagsins, sem er eitt það stærsta í Austurríki. Ljóst er að hann hefur þegar skapað sér nafn þar í landi eftir sigurmarkið gegn, jú Austurríki.Arnór Ingvi með ömmu sinni og afa eftir leik með Norrköping þar sem hann sló í gegn.„Það hefur verið þvílíkt skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Una Kristín stolt og maður heyrir á henni að fjölskyldan er enn að ná áttum. Enda reyndist ekki mikill tími til að meðtaka markið hans Arnórs í París.„Við hentum einhverjum fötum ofan í tösku og drifum okkur til Eyja,“ segir Una. Þar hefur Viktor Árni fengið töluverða athygli út á velgengni bróður síns en þeir bræðurnir þykja ansi líkir.„Bæði í útliti en líka í metnaði,“ segir móðirin. En það er fleira afreksfólk á sviði íþrótta í fjölskyldunni. Samúel Þór Traustason, átján ára bróðir Arnórs, spilar með meistaraflokki Keflavíkur og hefur þegar spilað í Pepsi-deild karla. Þá er Hjördís Lilja fjórtán ára á fullu í körfubolta með Keflavík og verið í yngri landsliðum þar.Viktor Árni og Hjördís Lilja voru á leikjunum gegn Portúgal og Ungverjalandi en það verður Samúel sem fær að fylgja foreldrum sínum til Nice þar sem liðið mætir Englandi á morgun. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur "Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir Una Kristín Stefánsdóttir. "En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“ 26. júní 2016 09:30 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Þau eru orðin vön því að fylgja krökkunum sínum á stórmót á Íslandi hvort sem er á Akranesi, Vestmannaeyjar eða Akureyri. Í sumar fylgdu þau elsta syni sínum á stórmót í Frakklandi. Þar sem hann sló í gegn. En þá voru þau reyndar farin á enn eitt stórmótið.Una Kristín Stefánsdóttir og Trausti Már Hafsteinsson eru foreldrar Arnórs Ingva Traustasonar. Hetju Íslands í leiknum gegn Austurríki. Keflvíkingar og Njarðvíkingar gera bæði tilkall til Arnórs Ingva en móðir hans segir hann einfaldlega fyrsta flokks Reyknesbæing. Þau hafa fylgt Arnóri og landsliðsstrákunum eftir í Frakklandi, sáu leikina gegn Portúgal og Ungverjalandi en flugu heim daginn sem Ísland spilaði gegn Austurríki. „Við höfum fengið þá spurningu endurtekið, hvernig okkur datt í hug að fara heim,“ segir Una Kristín í samtali við Vísi. „Ég á fjögur börn,“ segir Una sem var mætt á Orkumótið í Eyjum þar sem Viktor Árni spilar með liði Keflavíkur.„Það er bara flakkað á milli stórmóta,“ segir Una Kristín hress.Viktor Árni og Hjördís Lilja með stóra bróður eftir jafnteflið gegn Ungverjum í Marseille.Litlu munaði að Una Kristín og fjölskylda missti af augnablikinu sem fæstir Íslendingar munu gleyma. Þegar Arnór Ingvi tryggði Íslandi sigurinn gegn Austurríki. Þau áttu flug heim frá Frakklandi þennan dag og hálftíma seinkun varð á fluginu, sem var ekki vinsælt. „Við fylgdumst með stöðunni í fyrri hálfleiknum á netinu í vélinni,“ segir Una Kristín. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli tók við kapphlaup heim í sjónvarpsstofuna í Njarðvík þar sem horft var á seinni hálfleikinn.„Þar var fullt af fjölskyldumeðlimum og svo komu bara allir öskrandi út úr öllum húsum. Áður en við vissum af fylltist húsið af nágrönnum og vinum,“ rifjar Una Kristín upp. Augljóst er að það hefur verið einstök og skemmtileg stund.„Auðvitað hefði verið svakalega gaman að vera staddur á staðnum en maður veit aldrei hvenær tækifærið kemur. Svona er þetta.“Arnór Ingvi verður svo sannarlega með montréttinn í klefanum hjá Rapid Vín. Markvörður austurríska landsliðsins spilar með erkifjendunum í Austria Vín.En það er þetta með tækifærið og Arnór Ingva. Hann kom ekkert við sögu í undankeppni EM en fékk svo tækifæri í æfingaliekjum í aðdraganda EM. Þrjú mörk í sjö leikjum á fjórum mánuðum tryggðu honum sæti í EM-hópnum. Og tölfræðin þar? Eitt mark á fjórtán mínútum, eitt eftirminnilegasta markið í sögu íslenskrar knattspyrnu.Una Kristín segir að fjölskyldan fylgist grannt með Arnóri Ingva sama hvar hann spili. Þau séu með gervihnattadisk sem hafi hjálpað þeim að horfa á leiki stráksins með Norköpping í Svíþjóð og vonandi einnig sem flesta leiki Rapid Vínar, þar sem Arnór leikur á næstu leiktíð. Arnór er dýrasti leikmaður í sögu félagsins, sem er eitt það stærsta í Austurríki. Ljóst er að hann hefur þegar skapað sér nafn þar í landi eftir sigurmarkið gegn, jú Austurríki.Arnór Ingvi með ömmu sinni og afa eftir leik með Norrköping þar sem hann sló í gegn.„Það hefur verið þvílíkt skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Una Kristín stolt og maður heyrir á henni að fjölskyldan er enn að ná áttum. Enda reyndist ekki mikill tími til að meðtaka markið hans Arnórs í París.„Við hentum einhverjum fötum ofan í tösku og drifum okkur til Eyja,“ segir Una. Þar hefur Viktor Árni fengið töluverða athygli út á velgengni bróður síns en þeir bræðurnir þykja ansi líkir.„Bæði í útliti en líka í metnaði,“ segir móðirin. En það er fleira afreksfólk á sviði íþrótta í fjölskyldunni. Samúel Þór Traustason, átján ára bróðir Arnórs, spilar með meistaraflokki Keflavíkur og hefur þegar spilað í Pepsi-deild karla. Þá er Hjördís Lilja fjórtán ára á fullu í körfubolta með Keflavík og verið í yngri landsliðum þar.Viktor Árni og Hjördís Lilja voru á leikjunum gegn Portúgal og Ungverjalandi en það verður Samúel sem fær að fylgja foreldrum sínum til Nice þar sem liðið mætir Englandi á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur "Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir Una Kristín Stefánsdóttir. "En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“ 26. júní 2016 09:30 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur "Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir Una Kristín Stefánsdóttir. "En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“ 26. júní 2016 09:30
Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38
Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29
Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben | Myndband Sjáðu stundina þegar Arnór Ingvi gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi. 22. júní 2016 19:00