Arrivabene: Það væri bilun að einblína á 2017 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júní 2016 19:45 Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari er ekki tilbúinn að leggja árar í bát. Vísir/Getty Ferrari liðið þarf að halda athyglinni á yfirstandandi tímabili en ekki horfa eingöngu á 2017 samkvæmt Maurizio Arrivabene liðsstjóra Ferrari. Bilið í Mercedes er 81 stig. Mörg stærri liðanna eru farin að horfa töluvert til næsta árs. Miklar breytingar verða gerðar á yfirbyggingu bílanna. Hönnuðir liðanna hafa því í nógu að snúast. Arrivabene segir það bilun að einblína á komandi ár og hætta að þróa bílinn sem nú er í notkun. „Staðan er sú að það er bil upp í Mercedes en við erum ekki svo langt frá þeim,“ sagði Arrivabene. „Það er bilun að einblína á næsta ár, við þurfum að halda einbeitingu á þessu tímabili. Við erum enn að vinna í okkar veikleikum. Við munum halda því áfram,“ bætti Arrivabene við. Ein unnin keppni gæti að mati liðsstjórans komið Ferrari í harða baráttu við Mercedes um heimsmeistarakeppni bílasmiða. Hann hefur trú á því að barátta Nico Rosberg og Lewis Hamilton, ökumanna Mercedes gæti verið til góða fyrir Ferrari. „Við verðum að treysta á að Rosberg og Hamilton taki nokkur stig hvor af öðrum. Annars verður baráttan erfið. Heimsmeistaramótið er langt og við höfum átt nokkra slæma daga. Ef lukkan snýst okkur í hag er stutt á toppinn. Við verðum að trúa því að það sé að gerast,“ hélt Arrivabene. „Það væri í fínu lagi mín vegna að verða meistarar með því að vinna eina keppni. Það yrði eins og Keke Rosberg [faðir Nico] gerði [árið 1982],“ sagði Arrivabene að lokum. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Biðin í Bakú Nico Rosberg á Mercedes vann fyrsta Formúlu 1 kappaksturinn sögunnar sem fram fór í Bakú. Hann hefur nú 24 stiga forskot á Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna. 23. júní 2016 16:00 Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24 Rosberg: Ég og bíllinn vorum eitt í dag Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. 19. júní 2016 23:00 Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Ferrari liðið þarf að halda athyglinni á yfirstandandi tímabili en ekki horfa eingöngu á 2017 samkvæmt Maurizio Arrivabene liðsstjóra Ferrari. Bilið í Mercedes er 81 stig. Mörg stærri liðanna eru farin að horfa töluvert til næsta árs. Miklar breytingar verða gerðar á yfirbyggingu bílanna. Hönnuðir liðanna hafa því í nógu að snúast. Arrivabene segir það bilun að einblína á komandi ár og hætta að þróa bílinn sem nú er í notkun. „Staðan er sú að það er bil upp í Mercedes en við erum ekki svo langt frá þeim,“ sagði Arrivabene. „Það er bilun að einblína á næsta ár, við þurfum að halda einbeitingu á þessu tímabili. Við erum enn að vinna í okkar veikleikum. Við munum halda því áfram,“ bætti Arrivabene við. Ein unnin keppni gæti að mati liðsstjórans komið Ferrari í harða baráttu við Mercedes um heimsmeistarakeppni bílasmiða. Hann hefur trú á því að barátta Nico Rosberg og Lewis Hamilton, ökumanna Mercedes gæti verið til góða fyrir Ferrari. „Við verðum að treysta á að Rosberg og Hamilton taki nokkur stig hvor af öðrum. Annars verður baráttan erfið. Heimsmeistaramótið er langt og við höfum átt nokkra slæma daga. Ef lukkan snýst okkur í hag er stutt á toppinn. Við verðum að trúa því að það sé að gerast,“ hélt Arrivabene. „Það væri í fínu lagi mín vegna að verða meistarar með því að vinna eina keppni. Það yrði eins og Keke Rosberg [faðir Nico] gerði [árið 1982],“ sagði Arrivabene að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Biðin í Bakú Nico Rosberg á Mercedes vann fyrsta Formúlu 1 kappaksturinn sögunnar sem fram fór í Bakú. Hann hefur nú 24 stiga forskot á Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna. 23. júní 2016 16:00 Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24 Rosberg: Ég og bíllinn vorum eitt í dag Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. 19. júní 2016 23:00 Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Bílskúrinn: Biðin í Bakú Nico Rosberg á Mercedes vann fyrsta Formúlu 1 kappaksturinn sögunnar sem fram fór í Bakú. Hann hefur nú 24 stiga forskot á Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna. 23. júní 2016 16:00
Nico Rosberg vann í Bakú Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 19. júní 2016 14:24
Rosberg: Ég og bíllinn vorum eitt í dag Nico Rosberg vann fyrsta Bakú-kappakstur sögunnar í dag. Hann sigldi auðan sjó frá upphafi eftir að hafa ræst af ráspól. Hann átti einnig hraðasta hring keppninnar. Hann náði þrennunni. 19. júní 2016 23:00
Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00