255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2016 09:00 Thomas Eldor með stórlax úr opnun Ytri Rangár. Mynd: West Ranga FB Veiðin í Ytri Rangá fór af stað með hvelli þegar 122 löxum var landað á fyrsta veiðidegi sumarsins í ánni. Opnunarhollið lauk veiðum í gær og niðurstaðan er besta opnunarholl í Ytri Rangá frá upphafi. Samtals veiddust 255 laxar á þremur dögum sem er eins og góð holl gera á besta tíma. Í skeyti frá Jóhannesi Hinrikssyni staðarhaldara við Ytri Rangá var mikið af 90-97 sm löxum og heill hellingur af löxum sem voru 80-90 sm. Laxarnir eru virkilega vel haldnir og það er greinilegt að tveggja ára laxinn á landsvísu hefur verið á góðum fæðuslóðum í vetur. Það er fiskur upp um alla á og núna fer að færast meiri kraftur í göngurnar eins og gerist á þessum árstíma og haldi þetta áfram með góðum göngum af eins árs laxi eins og flestir búast við er ljóst að það verður veisla við Ytri Rangá í sumar. Mest lesið Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði
Veiðin í Ytri Rangá fór af stað með hvelli þegar 122 löxum var landað á fyrsta veiðidegi sumarsins í ánni. Opnunarhollið lauk veiðum í gær og niðurstaðan er besta opnunarholl í Ytri Rangá frá upphafi. Samtals veiddust 255 laxar á þremur dögum sem er eins og góð holl gera á besta tíma. Í skeyti frá Jóhannesi Hinrikssyni staðarhaldara við Ytri Rangá var mikið af 90-97 sm löxum og heill hellingur af löxum sem voru 80-90 sm. Laxarnir eru virkilega vel haldnir og það er greinilegt að tveggja ára laxinn á landsvísu hefur verið á góðum fæðuslóðum í vetur. Það er fiskur upp um alla á og núna fer að færast meiri kraftur í göngurnar eins og gerist á þessum árstíma og haldi þetta áfram með góðum göngum af eins árs laxi eins og flestir búast við er ljóst að það verður veisla við Ytri Rangá í sumar.
Mest lesið Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði