Töluvert af laxi í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2016 17:00 Sogið hefur sjaldan verið snemma í því að gefa laxa en það stefnir engu að síður í að áin fylgi eftir trendi um góða opnunardaga. Veiði hófst í Soginu 24. júní og hafa veiðitölur þegar borist af Ásgarði en þar komu alls sjö laxar á land fyrsta daginn sem er óvenjulegt því Sogið er alltaf heldur seint af stað. Ásgarður gefur þó yfirleitt fyrstu laxana og Bíldsfellið fylgir svo gjarnan á eftir og þar sem svæðin eru á sitt hvorum bakkanum þá sjá veiðimenn hvernig öðrum gengur og myndar það oft skemmtilega stemmningu á milli bakka. Laxarnir komu upp af Ásgarðsbreiðu og Símastreng en auk þessara laxa sem veiddust sáust fleiri. Það hafa þegar sést laxar ganga í gegn á Alviðru en það svæði er afskaplega illa stundað þrátt fyrir að hafa í eldri tíð verið aðal svæðið í Soginu. Það gæti breyst í sumar en verðin hafa lækkað mikið frá því sem áður var. Laxar hafa sést á Bíldsfells svæðinu og eins á Syðri Brú svo við bíðum spennt eftir fréttum frá fleiri svæðum í Soginu. Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Sogið hefur sjaldan verið snemma í því að gefa laxa en það stefnir engu að síður í að áin fylgi eftir trendi um góða opnunardaga. Veiði hófst í Soginu 24. júní og hafa veiðitölur þegar borist af Ásgarði en þar komu alls sjö laxar á land fyrsta daginn sem er óvenjulegt því Sogið er alltaf heldur seint af stað. Ásgarður gefur þó yfirleitt fyrstu laxana og Bíldsfellið fylgir svo gjarnan á eftir og þar sem svæðin eru á sitt hvorum bakkanum þá sjá veiðimenn hvernig öðrum gengur og myndar það oft skemmtilega stemmningu á milli bakka. Laxarnir komu upp af Ásgarðsbreiðu og Símastreng en auk þessara laxa sem veiddust sáust fleiri. Það hafa þegar sést laxar ganga í gegn á Alviðru en það svæði er afskaplega illa stundað þrátt fyrir að hafa í eldri tíð verið aðal svæðið í Soginu. Það gæti breyst í sumar en verðin hafa lækkað mikið frá því sem áður var. Laxar hafa sést á Bíldsfells svæðinu og eins á Syðri Brú svo við bíðum spennt eftir fréttum frá fleiri svæðum í Soginu.
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði