Breska stjórnarandstaðan í molum í kjölfar Brexit Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 17:32 Jeremy Corbyn þykir ekki hafa sýnt nægilega sannfæringu er Verkamannaflokkurinn hvatti Breta til að kjósa með áframhaldandi aðild. Vísir/EPA Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14
Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14
Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00