Argentína tapaði og Messi hætti í landsliðinu | Sjáðu rauðu spjöldin og vítakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 08:41 Lionel Messi var óhuggandi eftir leik. Vísir/Getty Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira