Top Gear USA hætt Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 14:23 Rutledge Wood, Tanner Foust og Adam Ferrara í Top Gear USA. Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir? Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent
Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir?
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent