Tap Aston Martin tvöfaldast Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:21 Hinn væntanlegi Aston Martin DBX jepplingur. Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent