Ég er expressionisti, vinn hratt og nota liti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2016 09:15 "Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar. Þá fá þær öðruvísi líf en í stúdíóinu,“ segir Sævar Karl sem hér er í vinnustofu sinni. Vísir/Anton Brink „Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira