Ég er expressionisti, vinn hratt og nota liti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2016 09:15 "Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar. Þá fá þær öðruvísi líf en í stúdíóinu,“ segir Sævar Karl sem hér er í vinnustofu sinni. Vísir/Anton Brink „Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar. Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Mér finnst nauðsynlegt að sýna myndirnar í öðru umhverfi en í stúdíóinu. Það verður öðru vísi líf í þeim. Nú fæ ég að vera í Norræna húsinu sem er að byrja með nýtt þema. Svakalega flott fólk sem stendur að því,“ segir Sævar Karl Ólason, sem hefur verið viðloðandi myndlist lengi og stýrði sýningarsal í tengslum við verslun sína í Bankastrætinu frá 1989 til 2007. En hvenær fór hann sjálfur að munda penslana? „Mér var boðið að vera nemandi í Listaháskóla Íslands inni í Laugarnesi í tvö ár. Það var gaman. En ég kláraði ekki, var með svo mikinn rekstur og hann fór niður á við. Svo var ég í Myndlistarskólanum í Reykjavík og það var gaman líka eftir að mér tókst að teikna klemmu almennilega. Frá því Sævar Karl lagði reksturinn á hilluna kveðst hann ekki hafa gert annað en að stúdera myndlist, mála og sýna. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem sýndi í Feneyjum í fyrravor þegar tvíæringurinn var þar. „Svo hef ég sýnt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, og Danmörku,“ segir hann. „Ég er samt ekki orðinn heimfrægur, ég er ekki að lýsa því.“ Undanfarin ár hefur Sævar Karl búið ýmist í München eða Reykjavík og verið með vinnustofur á báðum stöðum. En hvernig lýsir hann eigin list? „Ég er expressionisti og vinn hratt og nota liti, olíu, akrýl og blek. Að mála er vinna og æfing og ég reyni bara að gera sem mest. Myndirnar mínar eru mjög stórar og ég er maður litanna.“ Fín sýning verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, 29. júní klukkan 17. Þar verða nokkur málverk sem listamaðurinn sýndi á Feneyjatvíæringnum 2015, önnur eru máluð á þessu ári. Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ife Tolentino gítarleikari sjá um tónlistarflutning á opnuninni, Sævar Karl segir nokkur orð og Norræna húsið býður upp á veitingar.
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira