Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 23:05 Kolbeinn fagnar markinu. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti