Cool runnings II Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2016 11:12 Þau eru blá á vörunum, börnin sem hlaupa á eftir slitinni tuðru á malarvelli. Það er norðanátt með ískaldri rigningu sem rennur niður bakið. Líka á foreldrunum sem sitja í vetrarúlpunni á hliðarlínunni. Í júní. Hápunktur sumarsins er fimmtán metrar á sekúndu á sturluðu móti í Eyjum. Afmælisgjöfin er takkaskór. Jólagjöfin leðurbolti. Ár eftir ár. Ein og ein fyrirmynd fær samning í útlöndum. Við hverja undirskrift sýgur bugað barn upp í nefið og heldur áfram. Svo kemur að því eftir þrotlausar æfingar að landslið ungra manna fer langt til útlanda. Þeir höfðu aldrei farið í flugvél. Aldrei spilað á stórum leikvangi með grænu grasi. (Það þarf að krydda þetta.) Hálf þjóðin leggur niður störf og knúsar skjáinn. Hinn helmingurinn selur kindurnar sínar og mætir á völlinn. Heimurinn fær krúttsting í hjartað yfir sólbrenndum, háværum og einlægum stuðningsmönnum. Þetta er bíómynd í anda níunda áratugarins. Heilt lag spilað undir æfingu í hríðarbyl. Annað rólegra þegar þreyta er komin í mannskapinn á stórmótinu og tveir eru meiddir. Af því að þeir eiga bara skinntakkaskó. En svo heldur reynslubolti liðsins, leikinn af Brad Pitt, ræðu um vonina og ræturnar. Og þeir ákveða að halda áfram þrátt fyrir að þeir mæti besta liði heims sem á ótrúlega flotta búninga og allir eru illa innrættir. Sá sem lék vonda strákinn í Karate Kid leikur þjálfarann þeirra. Og þeir haltra inn á völlinn. Stúkan tryllist. Heimurinn grætur. Og þeir verða kannski ekki Evrópumeistarar en þeir sigra hjörtu. Sameina litla, hrunveika þjóð sem hafði tapað voninni. Ryan Gosling er Gylfi og skorar úr víti. Krúnurakaður Ryan Reynolds er í markinu og ver í slow motion. Harrison Ford er hinn hægláti Lars. Sem í lok myndarinnar ákveður að setjast að í krúttlegu húsi fyrir vestan. Þetta er þriggja vasaklúta mynd. Þetta er júnísól þegar þú kemur út úr tíubíói með sykursætan fiðring í maganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Þau eru blá á vörunum, börnin sem hlaupa á eftir slitinni tuðru á malarvelli. Það er norðanátt með ískaldri rigningu sem rennur niður bakið. Líka á foreldrunum sem sitja í vetrarúlpunni á hliðarlínunni. Í júní. Hápunktur sumarsins er fimmtán metrar á sekúndu á sturluðu móti í Eyjum. Afmælisgjöfin er takkaskór. Jólagjöfin leðurbolti. Ár eftir ár. Ein og ein fyrirmynd fær samning í útlöndum. Við hverja undirskrift sýgur bugað barn upp í nefið og heldur áfram. Svo kemur að því eftir þrotlausar æfingar að landslið ungra manna fer langt til útlanda. Þeir höfðu aldrei farið í flugvél. Aldrei spilað á stórum leikvangi með grænu grasi. (Það þarf að krydda þetta.) Hálf þjóðin leggur niður störf og knúsar skjáinn. Hinn helmingurinn selur kindurnar sínar og mætir á völlinn. Heimurinn fær krúttsting í hjartað yfir sólbrenndum, háværum og einlægum stuðningsmönnum. Þetta er bíómynd í anda níunda áratugarins. Heilt lag spilað undir æfingu í hríðarbyl. Annað rólegra þegar þreyta er komin í mannskapinn á stórmótinu og tveir eru meiddir. Af því að þeir eiga bara skinntakkaskó. En svo heldur reynslubolti liðsins, leikinn af Brad Pitt, ræðu um vonina og ræturnar. Og þeir ákveða að halda áfram þrátt fyrir að þeir mæti besta liði heims sem á ótrúlega flotta búninga og allir eru illa innrættir. Sá sem lék vonda strákinn í Karate Kid leikur þjálfarann þeirra. Og þeir haltra inn á völlinn. Stúkan tryllist. Heimurinn grætur. Og þeir verða kannski ekki Evrópumeistarar en þeir sigra hjörtu. Sameina litla, hrunveika þjóð sem hafði tapað voninni. Ryan Gosling er Gylfi og skorar úr víti. Krúnurakaður Ryan Reynolds er í markinu og ver í slow motion. Harrison Ford er hinn hægláti Lars. Sem í lok myndarinnar ákveður að setjast að í krúttlegu húsi fyrir vestan. Þetta er þriggja vasaklúta mynd. Þetta er júnísól þegar þú kemur út úr tíubíói með sykursætan fiðring í maganum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun