Þegar myndavélin rennur yfir stúkuna á leikvöngunum í Frakklandi er alltaf jafn magnað að sjá bláa litinn skera sig úr. Fólk er þó ekki aðeins að klæðast treyjunum í Frakklandi heldur eru heimakærir Íslendingar einnig að klæða sig upp í hana ýmist í vinnunni, heima hjá sér eða með vinum og vandamönnum.
Það er þó engum blöðum um það að fletta að Íslendingar taka sig svo sannarlega vel út í treyjunni og eru eflaust margir sem bíða eftir nýrri sendingu af treyjunni til þess að eignast eftir þetta stórkostlega mót.







