Nýja lagið Cloud kom út í dag og er í hressari kantinum. Myndbandinu, sem er svart/hvítt, var leikstýrt af Nönnu Maríu Björk Sverrisdóttur en búningahönnun var í höndum Cryptochrome.
Myndbandið má sjá hér að ofan.
Mikill metnaður
Cryptochrome er íslenskt/enskt samstarfsverkefni hjónanna Unu Stígsdóttur, Anik Karensson og vinar þeirra Leigh Lawson.
Metnaður er mikill og var til dæmis síðasta myndband þeirra unnið fyrir 360° sýndarheim. Það var fyrir lagið Play Dough en það má sjá hér fyrir neðan.