Vilja skjótan skilnað Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Farage og Juncker á Evrópuþingi í gær þar sem hitnaði í kolunum. Mynd/EPA Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann. Brexit Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann.
Brexit Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira