Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2016 22:30 Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. Vísir/EPA Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016 Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Óttast er að fimmtíu hafi látist í sjálfsmorðsprengjuárásum á Ataturk-flugvellinum í Istanbul eftir að þrír árásarmenn gerðu samhæfða árás í brottfararhluta flugvallarins. Hátt í 200 hundruð eru slasaðir.Fréttastofa AP greinir frá, samkvæmt upplýsingum, frá háttsettum tyrkneskum embættismanni. Segir hann að nær öruggt sé að ISIS standi að baki árásinni. Fréttastofa The Guardian hefur það eftir sínum heimildarmönnum að 31 hafi látist í árásanum en óttast sé að tala látinna muni hækka. 147 eru slasaðir, þar af 5 lögreglumenn samkvæmt tyrkneska ríkisfjölmiðliðnum RRT.Þrjár sprengjur voru sprengdar rétt fyrir sjö að íslenskum tíma í kvöld. Á vef BBC segir að svo líti út sem að árásin hafi verið skipulögð og samhæfð en talið er að árásarmennirnir séu þrír og þeir hafi allir sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Eyðileggingin er talsverð.Vísir/AFPFréttastofa Sky greindi frá því skömmu eftir að fyrstu fregnir brutust út um árásina að tíu hafi látist og 40 slasast í sprengingunum. Samkvæmt frétt Reuters voru leigubílar kallaðir til þess að ferja slasaða á sjúkrahús.AP greinir frá því að dómsmálaráðherra Tyrklands hafi sagt að árásarmennirnir hafi hafið skothríð með AK-47 hríðskotabyssum áður en að þeir sprengdu sig í loft upp. Sjá einnig: Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“Allt flug til og frá Istanbúl hefur verið stöðvað en Ataturk-flugvöllur eru stærsti flugvöllur Tyrklands og einn af mest sóttu flugvöllum Evrópu en aðeins Heathrow-flugvöllurinn í London og Charles de Gaulle-flugvöllurinn í París voru meira umferðarmeiri á síðasta ári.Tyrkir hafa á undanförnum mánuðum þurft að glíma við hryðjuverkaárásir. Fjórir létust í sprengju árás á helstu verslunargötu Istanbul í mars auk þess sem að tvær bílsprengjur voru sprengdar í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Tyrkir hafa að undanförnu barist gegn ISIS í Sýrlandi og Tyrklandi en hryðjuverkasamtökun eru ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum víðsvegar um heiminn, þar á meðal hryðjuverkaárásunum í Brussel í apríl þar sem einn vettvangur árásanna var flugvöllur, líkt og nú.Helstu upplýsingarUm 50 eru taldir látnir og minnst sextíu eru slasaðirDómsmálaráðherra Tyrklands segir að minnst einn þeirra hafi hafið skothríð áður en hann sprengdi sig í loft uppÞrír árásarmenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skothríð þeirra.Árásarmennirnir sprengdu sig í loft upp áður en að komið var að öryggisgæslu flugvallarinsHér að neðan má sjá myndband sem sagt er sýna það augnablik er ein sprengjan er sprengd. Varað er við myndbandinu.Footage shows the moment an armed man detonates himself at #Turkey's Ataturk airport. pic.twitter.com/CGi7MDmhbd— Rudaw English (@RudawEnglish) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af efri hæð flugvallarins þegar ein af sprengjunum var sprengd.This video appears to show the Ataturk explosion as it happened, from a second floor. (via @AmichaiStein1) pic.twitter.com/DY2PXLeSL6— reported.ly (@reportedly) June 28, 2016 Hér að neðan má sjá myndband þar sjá má hvar örvæntingarfullir gestir flugvallarsins koma sér í burtu skömmu eftir sprengingarnar þrjár.Atatürk Havalimanı'nda gerçekleşleşen saldırının ardından yaşananlar kameraya böyle yansıdıhttps://t.co/VDAui3wLQE pic.twitter.com/UBVAqPk7rQ— İleri Haber (@ilerihaber) June 28, 2016 Fjölmargir sjúkrabílar hafa verið kallaðir á vettvang en fregnir herma einnig að leigubílar hafi verið nýttir til þess að flytja slasaða á brott.It´s a hard night at the ER tonight in some of the hospitals of Istanbul, https://t.co/J57xRFvAVP#Ataturkairport #bombattack #medical— Jan Holmberg (@holmberg_j) June 28, 2016
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35