Erfiðir tímar ríkja nú hjá um helming bresku þjóðarinnar eftir að útganga Breta úr Evrópusambandinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku.
Tveir breskir Evrópusinnar hafa því gripið til þess ráðs að búa til stefnumótaforrit þar sem fólk fær tækifæri til þess að ræða við og kynnast skoðanasystkinum sínum.
Forritið heitir Remainder og hafa nú þegar þúsundir skráð sig inn á það, en það er í líkingu við hið vinsæla „app“ Tinder, sem leitast við að koma fólki saman.
Remainder appið tekur það fram að útlendingum sé tekið fagnandi.
Stefnumótapp fyrir andstæðinga Brexit
