29 laxa holl í Vatnsdalsá með 101 sm lax Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2016 13:00 Lax úr Hnausastreng í Vatnsdalsá Mynd: Vatnsdalsá FB Stórlaxarnir eru farnir að vera sífellt fleiri í ánum og það sést vel á veiðitölum í laxveiðiánum þar sem allt er á fullum snúningi þessa dagana. Þrátt fyrir að takan detti niður af og til og sumar vaktirnar í ánum séu ekkert sérstakar verður ekki sagt að það sé laxleysi um að kenna því það er góður gangur í laxagöngum og stóri júlí straumurinn sem yfirleitt skilar stórum göngum yfir nokkura daga tímabil ennþá viku í burtu. Það eru góðar fréttir af öllu landinu og sérstaklega er gaman að sjá hvað árnar á norðurlandi eru að taka við sér snemma og skila flottum tölum í veiðibækurnar. Holl sem var að ljúka veiðum í Vatnsdalsá landaði 29 löxum og missti töluvert eins og gengur og gerist en þar á bæ er lax kominn um alla á og í því magni sem veiðimenn eiga helst að venjast í júlí. Það virðist því stefna í sömu söguna þar á bæ eins og víðar, veiðimenn eru farnir að horfa í að þetta sé líklega að stefna í gott sumar. Vatnsdalsá er þekkt fyrir sína stórlaxa og í þessu holli var það engin undantekning en stærsti laxinn sem kom á land var 101 sm. Nokkrir slíkir hafa verið að sýna sig í ánni frá opnun og er þeirra dvalarstaður í ánni helst sá vel þekkti veiðistaður Hnausastrengur. Mest lesið Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði
Stórlaxarnir eru farnir að vera sífellt fleiri í ánum og það sést vel á veiðitölum í laxveiðiánum þar sem allt er á fullum snúningi þessa dagana. Þrátt fyrir að takan detti niður af og til og sumar vaktirnar í ánum séu ekkert sérstakar verður ekki sagt að það sé laxleysi um að kenna því það er góður gangur í laxagöngum og stóri júlí straumurinn sem yfirleitt skilar stórum göngum yfir nokkura daga tímabil ennþá viku í burtu. Það eru góðar fréttir af öllu landinu og sérstaklega er gaman að sjá hvað árnar á norðurlandi eru að taka við sér snemma og skila flottum tölum í veiðibækurnar. Holl sem var að ljúka veiðum í Vatnsdalsá landaði 29 löxum og missti töluvert eins og gengur og gerist en þar á bæ er lax kominn um alla á og í því magni sem veiðimenn eiga helst að venjast í júlí. Það virðist því stefna í sömu söguna þar á bæ eins og víðar, veiðimenn eru farnir að horfa í að þetta sé líklega að stefna í gott sumar. Vatnsdalsá er þekkt fyrir sína stórlaxa og í þessu holli var það engin undantekning en stærsti laxinn sem kom á land var 101 sm. Nokkrir slíkir hafa verið að sýna sig í ánni frá opnun og er þeirra dvalarstaður í ánni helst sá vel þekkti veiðistaður Hnausastrengur.
Mest lesið Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði