Umboðsmaður Ragnars: Félög um alla Evrópu að spyrjast fyrir um Ragnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 22:30 Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira