Umboðsmaður Ragnars: Félög um alla Evrópu að spyrjast fyrir um Ragnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 22:30 Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira