Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar.
„Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace.
Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði.
Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör.
Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar.