Stóra afrekið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. júní 2016 07:00 Knattspyrnulandsliðið hefur leik á Evrópumótinu á þriðjudag. Sennilega er þátttaka landsliðsins á mótinu mesta íþróttaafrek Íslandssögunnar, með fullri virðingu fyrir handboltalandsliðinu, verðlaunahöfum á Ólympíuleikjum og öðru afreksfólki gegnum tíðina. Knattspyrna er nefnilega vinsælasta íþrótt heims, hvort sem litið er til þátttöku eða áhorfs. Talið er að um 250 milljónir spili knattspyrnu með skipulögðum hætti, og eru þá ótaldir allir þeir sem spila á götum, ströndum og túnum alls staðar um heim. Samkvæmt tölum Alþjóðaknattspyrnusambandsins horfði yfir milljarður manna á úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni. Enginn sjónvarpsviðburður getur keppt við slíkar áhorfstölur. Ferðalög um heiminn leiða manni fyrir sjónir hversu útbreiddur og alþjóðlegur leikurinn er. Í Afríku klæðast börnin búningum frá ensku stórliðunum, Barcelona-treyjum með Messi aftan á eða Real Madrid-búningum merktum Ronaldo. Það var upplifun að vera á ferð um dreifðar byggðir í Afríku og rekast allt í einu á kappleik milli tveggja liða heimamanna, þar sem menn léku berfættir – annað liðið í Chelsea-búningum og hitt í treyjum Arsenal. Engin önnur íþrótt nær til allra heimshorna með viðlíka hætti. Knattspyrna er ekki síður leikin í huga fólks en í risastórum musterum stórliðanna. Karlar og konur geta rætt smáatriði úr löngu liðnum leikjum tímunum saman. Enn er rætt af ástríðu um hvor var betri, Pele eða Maradona, og enn hefur ekki fengist upplýst með óyggjandi hætti hvort boltinn fór yfir marklínuna eða ekki í þriðja marki Englendinga gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966. Fótboltamenn geta líka haft áhrif á samfélagið til hins betra. Sagt er að Ruud Gullit og Frank Rijkard, þeldökkar hollenskar knattspyrnustjörnur, hafi haft mest að segja um batnandi samskipti kynþáttanna þar í landi. Sömuleiðis er haft fyrir satt að einu skiptin sem stríðandi fylkingar í Afríkuríkinu Líberíu hafi getað sæst á að leggja niður vopn um stundarsakir hafi verið þegar leikir með AC Milan voru í sjónvarpinu. Með Mílanóliðinu spilaði á þeim tíma þjóðhetja Líberíumanna, George Weah. Árangur knattspyrnulandsliðsins verður að skoða með þetta í huga. Strákarnir eru komnir á stórmót í stærstu og vinsælustu íþróttagrein veraldar. Þeir munu deila sviðinu með stærstu nöfnum íþróttarinnar. Ísland er fámennasta ríki sem komist hefur á stórmót. Kosta Ríka, sem spilaði á síðasta heimsmeistaramóti, er sex sinnum fjölmennara. Nú þegar til Frakklands er komið er þó engin ástæða til að láta staðar numið. Lars, Heimir og strákarnir hafa sýnt að stór nöfn eru þeim engin hindrun. Sigrar á Hollendingum, Tyrkjum og Tékkum í undankeppninni bera því eftirminnilegt og fagurt vitni. Drengirnir hafa nú þegar skráð nafn sitt gylltum stöfum á spjöld íþróttasögunnar. Nú er bara að halda áfram að rita söguna – vonandi með gylltu letri. Við bíðum spennt eftir þriðjudeginum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Knattspyrnulandsliðið hefur leik á Evrópumótinu á þriðjudag. Sennilega er þátttaka landsliðsins á mótinu mesta íþróttaafrek Íslandssögunnar, með fullri virðingu fyrir handboltalandsliðinu, verðlaunahöfum á Ólympíuleikjum og öðru afreksfólki gegnum tíðina. Knattspyrna er nefnilega vinsælasta íþrótt heims, hvort sem litið er til þátttöku eða áhorfs. Talið er að um 250 milljónir spili knattspyrnu með skipulögðum hætti, og eru þá ótaldir allir þeir sem spila á götum, ströndum og túnum alls staðar um heim. Samkvæmt tölum Alþjóðaknattspyrnusambandsins horfði yfir milljarður manna á úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni. Enginn sjónvarpsviðburður getur keppt við slíkar áhorfstölur. Ferðalög um heiminn leiða manni fyrir sjónir hversu útbreiddur og alþjóðlegur leikurinn er. Í Afríku klæðast börnin búningum frá ensku stórliðunum, Barcelona-treyjum með Messi aftan á eða Real Madrid-búningum merktum Ronaldo. Það var upplifun að vera á ferð um dreifðar byggðir í Afríku og rekast allt í einu á kappleik milli tveggja liða heimamanna, þar sem menn léku berfættir – annað liðið í Chelsea-búningum og hitt í treyjum Arsenal. Engin önnur íþrótt nær til allra heimshorna með viðlíka hætti. Knattspyrna er ekki síður leikin í huga fólks en í risastórum musterum stórliðanna. Karlar og konur geta rætt smáatriði úr löngu liðnum leikjum tímunum saman. Enn er rætt af ástríðu um hvor var betri, Pele eða Maradona, og enn hefur ekki fengist upplýst með óyggjandi hætti hvort boltinn fór yfir marklínuna eða ekki í þriðja marki Englendinga gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966. Fótboltamenn geta líka haft áhrif á samfélagið til hins betra. Sagt er að Ruud Gullit og Frank Rijkard, þeldökkar hollenskar knattspyrnustjörnur, hafi haft mest að segja um batnandi samskipti kynþáttanna þar í landi. Sömuleiðis er haft fyrir satt að einu skiptin sem stríðandi fylkingar í Afríkuríkinu Líberíu hafi getað sæst á að leggja niður vopn um stundarsakir hafi verið þegar leikir með AC Milan voru í sjónvarpinu. Með Mílanóliðinu spilaði á þeim tíma þjóðhetja Líberíumanna, George Weah. Árangur knattspyrnulandsliðsins verður að skoða með þetta í huga. Strákarnir eru komnir á stórmót í stærstu og vinsælustu íþróttagrein veraldar. Þeir munu deila sviðinu með stærstu nöfnum íþróttarinnar. Ísland er fámennasta ríki sem komist hefur á stórmót. Kosta Ríka, sem spilaði á síðasta heimsmeistaramóti, er sex sinnum fjölmennara. Nú þegar til Frakklands er komið er þó engin ástæða til að láta staðar numið. Lars, Heimir og strákarnir hafa sýnt að stór nöfn eru þeim engin hindrun. Sigrar á Hollendingum, Tyrkjum og Tékkum í undankeppninni bera því eftirminnilegt og fagurt vitni. Drengirnir hafa nú þegar skráð nafn sitt gylltum stöfum á spjöld íþróttasögunnar. Nú er bara að halda áfram að rita söguna – vonandi með gylltu letri. Við bíðum spennt eftir þriðjudeginum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun