Bankar upp á hjá gamla fólkinu Elín Albertsdóttir skrifar 11. júní 2016 11:00 Svavar Knútur er hress og hlakkar mikið til sumarsins enda margt skemmtilegt fram undan hjá honum. MYND/STEFÁN Svavar Knútur Kristinsson leggur land undir fót þegar hann fer í tónleikaferð um landið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Þau hafa sungið saman frá árinu 2008 en vinátta þeirra hófst fyrir tilviljun. Svavar Knútur hefur töluvert látið að sér kveða undanfarin ár, verið virkur mótmælandi og haldið þrumandi ræður. Lög hans hafa vakið athygli, enda hitta þau fólk oft í hjartastað. Svavar Knútur hefur áður sagt frá því hvernig áföll lífsins hafi ýtt honum út á tónlistarbrautina. „Ég byrjaði seint í tónlist,“ segir hann. „Fór á fullt fyrir átta árum meðfram vinnu. Nú er tónlistin vinnan mín,“ segir hann. „Samstarf okkar Kristjönu hófst fyrir tilviljun. Við byrjuðum óvænt í Viðey fyrir átta árum. Við vorum bæði í kaffi hjá vini okkar, Aðalsteini Ásberg, og vorum að spjalla saman. Kristjana hafði verið beðin að syngja í Viðey í tilefni afmælis Johns Lennon og spurði hvort ég vildi ekki vera með. Ég sló til og við renndum í nokkur lög. Fundum strax hvað við áttum margt sameiginlegt. Raddir okkar féllu vel saman. Það eru fimm ár síðan við hófum tónleikaferðir um landið sem dúett. Það hefur verið ótrúlegur stemmari, mjög gaman,“ segir Svavar Knútur sem er söngvaskáld en hún djasssöngkona. „Við urðum bestu vinir. Það er svo dásamlegt hvernig tónlistin getur þroskast með vináttu fólks. Við fundum að við áttum marga sameiginlega snertifleti í tónlist, má þar nefna Abba, Dolly Parton eða íslensk sönglög. Auk þess erum við með fullt af frumsaminni tónlist.“Listamannalaunin bjarga Svavar og Kristjana verða með fyrstu tónleikana í Landnámssetrinu í Borgarnesi á fimmtudaginn, 23. júní. Meðfram skipulögðum tónleikum banka þau upp á hjá eldri borgurum á dvalarheimilum víðs vegar um landið og skemmta íbúum án endurgjalds. Svavar segir að það sé einstaklega skemmtilegt. „Ástæða þess er sú að við fengum bæði listamannalaun sem flytjendur. Það gerir okkur auðveldara að bæta við slíkum tónleikum. Á þessum heimilum dvelur fólk sem annars kæmist ekki á tónleikana okkar og það er mikil gleði að færa þeim tónlistina,“ segir Svavar Knútur og bætir við að þetta sé lifandi dæmi um hvað hægt sé að gera með listamannalaunum. „Með þessu kynnumst við yndislegu fólki.“ Svavar segist lengi hafa haft ánægju af því að syngja fyrir gamla fólkið. „Einu sinni var ég að keyra í gegnum Búðardal og sá í gegnum glugga á dvalarheimilinu að íbúar voru að drekka kaffi. Ég ákvað að stoppa og banka upp á. Fólk úti á landi kann vel að meta óvænta gestakomu.“ Svavar og Kristjana leggja áherslu á létta stemningu á þessum dúettakvöldum. Þau segja gamansögur á milli laga og fara jafnvel með ljóð. Platan Glæður með þeim vinunum kom út árið 2011 og seldist upp. Margir muna eftir þegar Svavar Knútur tók eftirminnilega þátt í Eurovision árið 2013 og komst í undanúrslit með lagið Lífið snýst.Ferðalög og tónlist „Líf mitt er voða mikið ferðalög og tónlist,“ segir Svavar sem vill ekki kalla sig trúbador. „Fólk ruglast á trúbador og gaurnum sem situr inni á pöbb með gítarinn. Ég myndi frekar kalla mig söngvaskáld.“ Eins og Svavar segir er hann mikið á ferðinni. Í kvöld ætlar hann að spila í Neskaupstað og á morgun í Vestmannaeyjum. „Ef maður ætlar að starfa sem tónlistarmaður á Íslandi þarf maður að gera alls konar. Ég spila í brúðkaupum, afmælum og jarðarförum á milli tónleika. Oftast biður fólk mig að syngja eigin lög. Það er auðvitað ólíkt að syngja í brúðkaupi eða jarðarför. Þegar maður syngur við útför tekst maður á við mikla ábyrgð. Það er heiður fyrir mig að fá að taka þátt í slíkri kveðjustund. Það er líka magnað að sjá hvað tónlistin kemur alls staðar við sögu í lífinu.“Fjölskyldumaður Svavar Knútur er kvæntur Líneyju Úlfarsdóttur og þau eiga tvö börn saman auk þess sem hann á eitt fyrir. Börnin eru á öðru ári, fimmta ári og átján ára. „Já, ég er mikill fjölskyldumaður,“ segir hann aðspurður. „Tónlistarstarfið getur verið erfitt vegna fjölskyldunnar en líka heppilegt. Ég er oft laus að degi til í miðri viku og get sinnt leikskólamálum. Það besta sem ég veit er að hafa tíma í rólegheitum með börnunum á morgnana. Við getum leikið okkur áður en við stefnum í leikskólann.“Spilað í útlöndum Þegar viðtalið fór fram var Svavar nýkominn inn eftir hlaup. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að mikilvægt sé að efla heilsurækt. „Starfið tekur á líkamlega og getur valdið ýmsum heilsubresti. Svefnvandamál og óreglulegt mataræði tengist tónlistarstarfinu. Ég er meðvitaður um að hreyfing er nauðsynleg. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikil vinna er við umsýsluna í þessu starfi. Alls kyns pappírsvinna og fundir,“ segir hann. Annars er annasamt sumar fram undan hjá honum. „Fyrst stendur til að fara í vikufrí sem er óvenjulegt hjá mér og fara með fjölskylduna í útilegu. Síðan er ég bókaður á nokkrar tónlistarhátíðir, ég fer til Tékklands, Sviss, Þýskalands og Noregs í sumar. Það er mjög skemmtileg stemming og upplifun að vera með á tónlistarhátíðum og þeim er alltaf að fjölga sem mér er boðið að taka þátt í,“ segir Svavar Knútur. Listamannalaun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Svavar Knútur Kristinsson leggur land undir fót þegar hann fer í tónleikaferð um landið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Þau hafa sungið saman frá árinu 2008 en vinátta þeirra hófst fyrir tilviljun. Svavar Knútur hefur töluvert látið að sér kveða undanfarin ár, verið virkur mótmælandi og haldið þrumandi ræður. Lög hans hafa vakið athygli, enda hitta þau fólk oft í hjartastað. Svavar Knútur hefur áður sagt frá því hvernig áföll lífsins hafi ýtt honum út á tónlistarbrautina. „Ég byrjaði seint í tónlist,“ segir hann. „Fór á fullt fyrir átta árum meðfram vinnu. Nú er tónlistin vinnan mín,“ segir hann. „Samstarf okkar Kristjönu hófst fyrir tilviljun. Við byrjuðum óvænt í Viðey fyrir átta árum. Við vorum bæði í kaffi hjá vini okkar, Aðalsteini Ásberg, og vorum að spjalla saman. Kristjana hafði verið beðin að syngja í Viðey í tilefni afmælis Johns Lennon og spurði hvort ég vildi ekki vera með. Ég sló til og við renndum í nokkur lög. Fundum strax hvað við áttum margt sameiginlegt. Raddir okkar féllu vel saman. Það eru fimm ár síðan við hófum tónleikaferðir um landið sem dúett. Það hefur verið ótrúlegur stemmari, mjög gaman,“ segir Svavar Knútur sem er söngvaskáld en hún djasssöngkona. „Við urðum bestu vinir. Það er svo dásamlegt hvernig tónlistin getur þroskast með vináttu fólks. Við fundum að við áttum marga sameiginlega snertifleti í tónlist, má þar nefna Abba, Dolly Parton eða íslensk sönglög. Auk þess erum við með fullt af frumsaminni tónlist.“Listamannalaunin bjarga Svavar og Kristjana verða með fyrstu tónleikana í Landnámssetrinu í Borgarnesi á fimmtudaginn, 23. júní. Meðfram skipulögðum tónleikum banka þau upp á hjá eldri borgurum á dvalarheimilum víðs vegar um landið og skemmta íbúum án endurgjalds. Svavar segir að það sé einstaklega skemmtilegt. „Ástæða þess er sú að við fengum bæði listamannalaun sem flytjendur. Það gerir okkur auðveldara að bæta við slíkum tónleikum. Á þessum heimilum dvelur fólk sem annars kæmist ekki á tónleikana okkar og það er mikil gleði að færa þeim tónlistina,“ segir Svavar Knútur og bætir við að þetta sé lifandi dæmi um hvað hægt sé að gera með listamannalaunum. „Með þessu kynnumst við yndislegu fólki.“ Svavar segist lengi hafa haft ánægju af því að syngja fyrir gamla fólkið. „Einu sinni var ég að keyra í gegnum Búðardal og sá í gegnum glugga á dvalarheimilinu að íbúar voru að drekka kaffi. Ég ákvað að stoppa og banka upp á. Fólk úti á landi kann vel að meta óvænta gestakomu.“ Svavar og Kristjana leggja áherslu á létta stemningu á þessum dúettakvöldum. Þau segja gamansögur á milli laga og fara jafnvel með ljóð. Platan Glæður með þeim vinunum kom út árið 2011 og seldist upp. Margir muna eftir þegar Svavar Knútur tók eftirminnilega þátt í Eurovision árið 2013 og komst í undanúrslit með lagið Lífið snýst.Ferðalög og tónlist „Líf mitt er voða mikið ferðalög og tónlist,“ segir Svavar sem vill ekki kalla sig trúbador. „Fólk ruglast á trúbador og gaurnum sem situr inni á pöbb með gítarinn. Ég myndi frekar kalla mig söngvaskáld.“ Eins og Svavar segir er hann mikið á ferðinni. Í kvöld ætlar hann að spila í Neskaupstað og á morgun í Vestmannaeyjum. „Ef maður ætlar að starfa sem tónlistarmaður á Íslandi þarf maður að gera alls konar. Ég spila í brúðkaupum, afmælum og jarðarförum á milli tónleika. Oftast biður fólk mig að syngja eigin lög. Það er auðvitað ólíkt að syngja í brúðkaupi eða jarðarför. Þegar maður syngur við útför tekst maður á við mikla ábyrgð. Það er heiður fyrir mig að fá að taka þátt í slíkri kveðjustund. Það er líka magnað að sjá hvað tónlistin kemur alls staðar við sögu í lífinu.“Fjölskyldumaður Svavar Knútur er kvæntur Líneyju Úlfarsdóttur og þau eiga tvö börn saman auk þess sem hann á eitt fyrir. Börnin eru á öðru ári, fimmta ári og átján ára. „Já, ég er mikill fjölskyldumaður,“ segir hann aðspurður. „Tónlistarstarfið getur verið erfitt vegna fjölskyldunnar en líka heppilegt. Ég er oft laus að degi til í miðri viku og get sinnt leikskólamálum. Það besta sem ég veit er að hafa tíma í rólegheitum með börnunum á morgnana. Við getum leikið okkur áður en við stefnum í leikskólann.“Spilað í útlöndum Þegar viðtalið fór fram var Svavar nýkominn inn eftir hlaup. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að mikilvægt sé að efla heilsurækt. „Starfið tekur á líkamlega og getur valdið ýmsum heilsubresti. Svefnvandamál og óreglulegt mataræði tengist tónlistarstarfinu. Ég er meðvitaður um að hreyfing er nauðsynleg. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikil vinna er við umsýsluna í þessu starfi. Alls kyns pappírsvinna og fundir,“ segir hann. Annars er annasamt sumar fram undan hjá honum. „Fyrst stendur til að fara í vikufrí sem er óvenjulegt hjá mér og fara með fjölskylduna í útilegu. Síðan er ég bókaður á nokkrar tónlistarhátíðir, ég fer til Tékklands, Sviss, Þýskalands og Noregs í sumar. Það er mjög skemmtileg stemming og upplifun að vera með á tónlistarhátíðum og þeim er alltaf að fjölga sem mér er boðið að taka þátt í,“ segir Svavar Knútur.
Listamannalaun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira