Lewis Hamilton vann í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. júní 2016 19:32 Lewis Hamilton var fyrstur í mark í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari eftir að hafa leittum tíma. Vettel stal forystunni í ræsingu og hélt henni framan af. Nico Rosberg missti átta sæti á fyrstu hringjunum eftir að Hamilton lokaði vel á liðsfélaga sinn. Stigakeppni ökumanna er orðin töluvert jafnari. Rosberg er með 116 stig og Hamilton með 109. Það munar því einungis níu stigum. Aðstæður voru kaldar og rakar, það gerði ökumönnum einkar erfitt fyrir að halda hita og ná hita upp í dekkin. Vettel stakk sér fram fyrir báða Mercedes bílana. Hamilton og Rosberg snertust í fyrstu beygju. Rosberg fór út fyrir brautina og missti mörg sæti. Hann fór niður í 10. sæti. Það kviknaði í McLaren bíl Jenson Button á 12. hring og stafræni öryggisbíllinn var virkjaður. Vettel og Raikkonen komu inn og skiptu últra-mjúku dekkjunum undan fyrir ofur mjúk dekk á meðan stafræni öryggisbíllinn var virkur. Max Verstappen kom inn á 20. hring og fékk mjúk dekk undir, sem er harðasta útfærslan sem í boði var í keppninni.Hamilton ýtir hér Rosberg út á grasið.Vísir/GettyHamilton hélt áfram að aka á últra-mjúku dekkjunum. Vettel tók þjónustuhlé á 12. hring en Hamilton á 25. hring. Þá fékk Hamilton mjúk dekk undir og hafði því tækifæri til að aka til loka. Vettel tók forystuna þegar Hamilton tók þjónustuhlé. Hann hafði 12 sekúndna forskot þegar Hamilton kom út á brautina aftur. Vettel tók þjónustuhlé á 37. hring oh tók mjúku dekkin undir. Hann kom út á brautina rúmum 7 sekúndum á eftir Hamilton. Vettel var að vinna um hálfa sekúndu á Hamilton á fyrsta heila hringnum á nýju dekkjunum. Vettel vat sjóðandi heitur og setti hraðasta hring trekk í trekk. Vettel sótti á Hamilton af miklu harðfylgi. Bilið fór minnst niður í rúmar fjórar sekúndur. Nokkur mistök Vettel fyrir síðustu beygju brautarinnar gerði Hamilton lífið auðveldara. Formúla Tengdar fréttir Sainz: Ég lokaði augunum og lét vaða Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. 12. júní 2016 00:01 Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton, á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn. Felipe Massa lenti harkalega á varnarvegg í fyrstu beygju á fyrri æfingunni. 10. júní 2016 22:30 Wolff: Mercedes má ekkert misstíga sig í heimsmeistarakeppninni Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsis í Formúlu 1 segir að liðið megi ekkert misstíga sig í baráttunni um sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. 6. júní 2016 20:00 Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 11. júní 2016 18:13 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari eftir að hafa leittum tíma. Vettel stal forystunni í ræsingu og hélt henni framan af. Nico Rosberg missti átta sæti á fyrstu hringjunum eftir að Hamilton lokaði vel á liðsfélaga sinn. Stigakeppni ökumanna er orðin töluvert jafnari. Rosberg er með 116 stig og Hamilton með 109. Það munar því einungis níu stigum. Aðstæður voru kaldar og rakar, það gerði ökumönnum einkar erfitt fyrir að halda hita og ná hita upp í dekkin. Vettel stakk sér fram fyrir báða Mercedes bílana. Hamilton og Rosberg snertust í fyrstu beygju. Rosberg fór út fyrir brautina og missti mörg sæti. Hann fór niður í 10. sæti. Það kviknaði í McLaren bíl Jenson Button á 12. hring og stafræni öryggisbíllinn var virkjaður. Vettel og Raikkonen komu inn og skiptu últra-mjúku dekkjunum undan fyrir ofur mjúk dekk á meðan stafræni öryggisbíllinn var virkur. Max Verstappen kom inn á 20. hring og fékk mjúk dekk undir, sem er harðasta útfærslan sem í boði var í keppninni.Hamilton ýtir hér Rosberg út á grasið.Vísir/GettyHamilton hélt áfram að aka á últra-mjúku dekkjunum. Vettel tók þjónustuhlé á 12. hring en Hamilton á 25. hring. Þá fékk Hamilton mjúk dekk undir og hafði því tækifæri til að aka til loka. Vettel tók forystuna þegar Hamilton tók þjónustuhlé. Hann hafði 12 sekúndna forskot þegar Hamilton kom út á brautina aftur. Vettel tók þjónustuhlé á 37. hring oh tók mjúku dekkin undir. Hann kom út á brautina rúmum 7 sekúndum á eftir Hamilton. Vettel var að vinna um hálfa sekúndu á Hamilton á fyrsta heila hringnum á nýju dekkjunum. Vettel vat sjóðandi heitur og setti hraðasta hring trekk í trekk. Vettel sótti á Hamilton af miklu harðfylgi. Bilið fór minnst niður í rúmar fjórar sekúndur. Nokkur mistök Vettel fyrir síðustu beygju brautarinnar gerði Hamilton lífið auðveldara.
Formúla Tengdar fréttir Sainz: Ég lokaði augunum og lét vaða Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. 12. júní 2016 00:01 Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton, á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn. Felipe Massa lenti harkalega á varnarvegg í fyrstu beygju á fyrri æfingunni. 10. júní 2016 22:30 Wolff: Mercedes má ekkert misstíga sig í heimsmeistarakeppninni Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsis í Formúlu 1 segir að liðið megi ekkert misstíga sig í baráttunni um sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. 6. júní 2016 20:00 Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 11. júní 2016 18:13 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sainz: Ég lokaði augunum og lét vaða Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. 12. júní 2016 00:01
Hamilton fljótastur á báðum æfingum Lewis Hamilton, á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn. Felipe Massa lenti harkalega á varnarvegg í fyrstu beygju á fyrri æfingunni. 10. júní 2016 22:30
Wolff: Mercedes má ekkert misstíga sig í heimsmeistarakeppninni Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsis í Formúlu 1 segir að liðið megi ekkert misstíga sig í baráttunni um sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. 6. júní 2016 20:00
Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 11. júní 2016 18:13