Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2016 08:30 Ingólfur og Egill með lax úr Þverá í gær. Þverá og Kjarrá opnuðu með glæsibrag á sunnudaginn þegar 73 löxum var landað á einum degi í ánni. Til að gefa smá samanburð er þetta svipuð veiði og er á góðu ári í júli en að þetta sé veiðitala á opnunardegi er alveg fáheyrt. Það hefur ekekert dregið úr veiðinni því í lok veiðidag í gær var veiðin komin í 130 laxa úr Þverá og Kjarrá sem er besta opnun úr ánum fyrr og síðar. Það sem gerir þetta svo skemmtilegt er að laxinn er eins og einn veiðimaðurinn orðar það "bara út um allt" og stemmningin er bara eins og að vera á miðju sumri við ánna. Fiskifræðingar eu nokkuð sammála um að góð ganga af tveggja ára laxi hafi verið nokkuð fyrirséð eftir frábærar göngur af eins árs laxi í fyrra en engum hafði þó órað fyrir að þetta yrði í slíku magni og við erum að sjá. Jónsmessustraumurinn hittir á 22.júní og á þeim straum koma gjarnan fyrstu alvöru eins árs laxa göngurnar og næstu tvær vikur á eftir honum sést yfirleitt í hvað stefnir í veiðinni. Ef eins árs laxa göngurnar eru ekki nema í meðallagi erum við samt að stefna í sumar sem verður yfir meðallagi. Mest lesið Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði
Þverá og Kjarrá opnuðu með glæsibrag á sunnudaginn þegar 73 löxum var landað á einum degi í ánni. Til að gefa smá samanburð er þetta svipuð veiði og er á góðu ári í júli en að þetta sé veiðitala á opnunardegi er alveg fáheyrt. Það hefur ekekert dregið úr veiðinni því í lok veiðidag í gær var veiðin komin í 130 laxa úr Þverá og Kjarrá sem er besta opnun úr ánum fyrr og síðar. Það sem gerir þetta svo skemmtilegt er að laxinn er eins og einn veiðimaðurinn orðar það "bara út um allt" og stemmningin er bara eins og að vera á miðju sumri við ánna. Fiskifræðingar eu nokkuð sammála um að góð ganga af tveggja ára laxi hafi verið nokkuð fyrirséð eftir frábærar göngur af eins árs laxi í fyrra en engum hafði þó órað fyrir að þetta yrði í slíku magni og við erum að sjá. Jónsmessustraumurinn hittir á 22.júní og á þeim straum koma gjarnan fyrstu alvöru eins árs laxa göngurnar og næstu tvær vikur á eftir honum sést yfirleitt í hvað stefnir í veiðinni. Ef eins árs laxa göngurnar eru ekki nema í meðallagi erum við samt að stefna í sumar sem verður yfir meðallagi.
Mest lesið Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði