Svisslendingar náðu ekki að tryggja sig áfram en eru í fínum málum | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2016 17:45 Sviss og Rúmenía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum í A-riðli á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Svisslendingar gátu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri en svissnesku leikmönnunum gekk illa að nýta færin sín í leiknum. Sviss er með fjögur stig en Rúmenar voru þarna að ná í sitt fyrsta stig eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í fyrsta leiknum sínum. Bogdan Stancu kom Rúmenum yfir í fyrri hálfleik með sínu öðru marki á Evrópumótinu en Admir Mehmedi jafnaði fyrir Sviss í seinni hálfleiknum. Svissneska liðið var sterkara liðið og fékk mun fleiri færi í þessum leik. Rúmenarnir ógnuðu þó inn á milli og gátu vissulega skorað fleiri mörk. Bogdan Stancu skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 18. mínútu sem var dæmt á fyrirliðann Stephan Lichtsteiner fyrir peysutog. Bogdan Stancu er fyrstur til að skora tvö mörk á mótinu en hann hefur skorað þau bæði úr vítum. Svisslendingar náðu ekki að jafna fyrr en á 57. mínútu þegar boltinn datt fyrir Admir Mehmedi í teignum eftir hornspyrnu. Mehmedi hikaði ekki og náðu frábæru skoti í fjærhornið. Það þarf mikið að gerast til að þessi fjögur stig dugi Sviss ekki til að komast upp úr riðlinum en lokaleikur liðsins er reyndar á móti Frökkum. Frakkar mæta Albaníu í lokaleik dagsins og geta alveg eins og Svisslendingar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri.Bogdan Stancu kemur Rúmeníu í 1-0 Stancu skorar út vítaspyrnu og kemur Rúmeníu yfir gegn Sviss. 1-0. #EMÍsland pic.twitter.com/JobWCZEp5S— Síminn (@siminn) June 15, 2016 Admir Mehmedi jafnar fyrir Sviss Mehmedi jafnar. Glæsilegt mark. Rúmenía 1, Sviss 1. pic.twitter.com/693lBVNrSy— Síminn (@siminn) June 15, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Sviss og Rúmenía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum í A-riðli á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Svisslendingar gátu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri en svissnesku leikmönnunum gekk illa að nýta færin sín í leiknum. Sviss er með fjögur stig en Rúmenar voru þarna að ná í sitt fyrsta stig eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í fyrsta leiknum sínum. Bogdan Stancu kom Rúmenum yfir í fyrri hálfleik með sínu öðru marki á Evrópumótinu en Admir Mehmedi jafnaði fyrir Sviss í seinni hálfleiknum. Svissneska liðið var sterkara liðið og fékk mun fleiri færi í þessum leik. Rúmenarnir ógnuðu þó inn á milli og gátu vissulega skorað fleiri mörk. Bogdan Stancu skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 18. mínútu sem var dæmt á fyrirliðann Stephan Lichtsteiner fyrir peysutog. Bogdan Stancu er fyrstur til að skora tvö mörk á mótinu en hann hefur skorað þau bæði úr vítum. Svisslendingar náðu ekki að jafna fyrr en á 57. mínútu þegar boltinn datt fyrir Admir Mehmedi í teignum eftir hornspyrnu. Mehmedi hikaði ekki og náðu frábæru skoti í fjærhornið. Það þarf mikið að gerast til að þessi fjögur stig dugi Sviss ekki til að komast upp úr riðlinum en lokaleikur liðsins er reyndar á móti Frökkum. Frakkar mæta Albaníu í lokaleik dagsins og geta alveg eins og Svisslendingar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri.Bogdan Stancu kemur Rúmeníu í 1-0 Stancu skorar út vítaspyrnu og kemur Rúmeníu yfir gegn Sviss. 1-0. #EMÍsland pic.twitter.com/JobWCZEp5S— Síminn (@siminn) June 15, 2016 Admir Mehmedi jafnar fyrir Sviss Mehmedi jafnar. Glæsilegt mark. Rúmenía 1, Sviss 1. pic.twitter.com/693lBVNrSy— Síminn (@siminn) June 15, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira