Svisslendingar náðu ekki að tryggja sig áfram en eru í fínum málum | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2016 17:45 Sviss og Rúmenía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum í A-riðli á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Svisslendingar gátu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri en svissnesku leikmönnunum gekk illa að nýta færin sín í leiknum. Sviss er með fjögur stig en Rúmenar voru þarna að ná í sitt fyrsta stig eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í fyrsta leiknum sínum. Bogdan Stancu kom Rúmenum yfir í fyrri hálfleik með sínu öðru marki á Evrópumótinu en Admir Mehmedi jafnaði fyrir Sviss í seinni hálfleiknum. Svissneska liðið var sterkara liðið og fékk mun fleiri færi í þessum leik. Rúmenarnir ógnuðu þó inn á milli og gátu vissulega skorað fleiri mörk. Bogdan Stancu skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 18. mínútu sem var dæmt á fyrirliðann Stephan Lichtsteiner fyrir peysutog. Bogdan Stancu er fyrstur til að skora tvö mörk á mótinu en hann hefur skorað þau bæði úr vítum. Svisslendingar náðu ekki að jafna fyrr en á 57. mínútu þegar boltinn datt fyrir Admir Mehmedi í teignum eftir hornspyrnu. Mehmedi hikaði ekki og náðu frábæru skoti í fjærhornið. Það þarf mikið að gerast til að þessi fjögur stig dugi Sviss ekki til að komast upp úr riðlinum en lokaleikur liðsins er reyndar á móti Frökkum. Frakkar mæta Albaníu í lokaleik dagsins og geta alveg eins og Svisslendingar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri.Bogdan Stancu kemur Rúmeníu í 1-0 Stancu skorar út vítaspyrnu og kemur Rúmeníu yfir gegn Sviss. 1-0. #EMÍsland pic.twitter.com/JobWCZEp5S— Síminn (@siminn) June 15, 2016 Admir Mehmedi jafnar fyrir Sviss Mehmedi jafnar. Glæsilegt mark. Rúmenía 1, Sviss 1. pic.twitter.com/693lBVNrSy— Síminn (@siminn) June 15, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Sviss og Rúmenía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum í A-riðli á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi. Svisslendingar gátu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri en svissnesku leikmönnunum gekk illa að nýta færin sín í leiknum. Sviss er með fjögur stig en Rúmenar voru þarna að ná í sitt fyrsta stig eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í fyrsta leiknum sínum. Bogdan Stancu kom Rúmenum yfir í fyrri hálfleik með sínu öðru marki á Evrópumótinu en Admir Mehmedi jafnaði fyrir Sviss í seinni hálfleiknum. Svissneska liðið var sterkara liðið og fékk mun fleiri færi í þessum leik. Rúmenarnir ógnuðu þó inn á milli og gátu vissulega skorað fleiri mörk. Bogdan Stancu skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 18. mínútu sem var dæmt á fyrirliðann Stephan Lichtsteiner fyrir peysutog. Bogdan Stancu er fyrstur til að skora tvö mörk á mótinu en hann hefur skorað þau bæði úr vítum. Svisslendingar náðu ekki að jafna fyrr en á 57. mínútu þegar boltinn datt fyrir Admir Mehmedi í teignum eftir hornspyrnu. Mehmedi hikaði ekki og náðu frábæru skoti í fjærhornið. Það þarf mikið að gerast til að þessi fjögur stig dugi Sviss ekki til að komast upp úr riðlinum en lokaleikur liðsins er reyndar á móti Frökkum. Frakkar mæta Albaníu í lokaleik dagsins og geta alveg eins og Svisslendingar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri.Bogdan Stancu kemur Rúmeníu í 1-0 Stancu skorar út vítaspyrnu og kemur Rúmeníu yfir gegn Sviss. 1-0. #EMÍsland pic.twitter.com/JobWCZEp5S— Síminn (@siminn) June 15, 2016 Admir Mehmedi jafnar fyrir Sviss Mehmedi jafnar. Glæsilegt mark. Rúmenía 1, Sviss 1. pic.twitter.com/693lBVNrSy— Síminn (@siminn) June 15, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira