Keppnin hefur verið haldin síðan árið 2012 og hefur fjöldi þátttakanda tvöfaldast með hverju ári. Nú þegar hafa þúsundir lagt þá þolraun á sig að hjóla hringinn í kringum landið. Keppnin fer fram í boðsveitarformi þar sem keppendur liðanna skiptast á að hjóla.
Ein af ástæðum þess að keppnin er svona vinsæl er hversu góð leið þetta er fyrir fólk að upplifa fegurð landsins. Nú geta áhugasamir netnotendur slegist í þá för því öll liðin deila myndum og myndböndum af því sem kemur þeim fyrir sjónir á leiðinni.
Útbúinn hefur verið sér spilari þar sem myndböndin rata beint inn á eftir að keppendur deila þeim. Hann má sjá hér fyrir neðan.