Jóhann Berg: Frábært að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 19:15 Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45
Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15
Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00
Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00
Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00