Tuttugu Rússum var í gær vísað úr landi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Rússnesk boltabulla kastar stól í átt að Englendingum í Lille. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira