Ótrúlegur viðsnúningur í leik Tékka og Króata | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2016 18:00 Tékkar fagna jöfnunarmarki Necid. vísir/getty Króatar fóru illa að ráði sínu gegn Tékkum í D-riðli á EM 2016 í Saint-Étienne í dag. Lokatölur 2-2. Króatíska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og allt benti til þess að það myndi landa þægilegum sigri. Ivan Perisic kom Króötum í 1-0 með góðu skoti á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ivan Rakitic virtist svo vera búinn að tryggja Króatíu sigurinn þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Petr Cech á 59. mínútu og staðan 2-0. En á 76. mínútu minnkaði varamaðurinn Milan Skoda muninn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Tomás Rosický og gaf Tékkum von.Króatískir aðdáendur köstuðu blysum inn á völlinn á síðustu mínútum leiksins. #EMÍslandhttps://t.co/QyZoUbETSU — Síminn (@siminn) June 17, 2016Skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma köstuðu nokkrir stuðningsmenn Króatíu flugeldum inn á völlinn og Mark Clattenburg þurfti að stöðva leikinn. Fáránleg hegðun sem dregur örugglega dilk á eftir sér. Þetta hlé sem var gert á leiknum fór illa í leikmenn Króatíu og á þriðju mínútu í uppbótartíma handlék Domagoj Vida boltann innan vítateigs og Clattenburg benti á punktinn. Varamaðurinn Tomás Necid steig fram og skoraði af fádæma öryggi úr vítinu og jafnaði metin. Ótrúlegur viðsnúningur og enn aftur er skorað í uppbótartíma á EM. Eftir leikinn eru Króatar með fjögur stig í C-riðli en Tékkar með eitt.Tékkland 0-1 Króatía Perišić kemur Króatíu yfir gegn Tékklandi. Talsverðir yfirburði í fyrri hálfleik. 1-0. #EMÍsland https://t.co/nmIhPmAYhO— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 0-2 Króatía Rakitic skorar annað mark Króatíu; fagnar innilega með Srna. 2-0. #EMÍsland https://t.co/VAmmdpdmvd— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 1-2 Króatía Skoda minnkar muninn fyrir Tékka! Ekki fyrsti Skódinn sem hefur reynst fólki vel á ögurstundu. #EMÍsland https://t.co/oNG27B8BXf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 2-2 Króatía ÓTRÚLEGAR lokamínútur. Blysum kastað inn á völlinn og vítaspyrna í uppbótartíma. 2-2. #EMÍsland https://t.co/C3wnzjHTgf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Króatar fóru illa að ráði sínu gegn Tékkum í D-riðli á EM 2016 í Saint-Étienne í dag. Lokatölur 2-2. Króatíska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og allt benti til þess að það myndi landa þægilegum sigri. Ivan Perisic kom Króötum í 1-0 með góðu skoti á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ivan Rakitic virtist svo vera búinn að tryggja Króatíu sigurinn þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Petr Cech á 59. mínútu og staðan 2-0. En á 76. mínútu minnkaði varamaðurinn Milan Skoda muninn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Tomás Rosický og gaf Tékkum von.Króatískir aðdáendur köstuðu blysum inn á völlinn á síðustu mínútum leiksins. #EMÍslandhttps://t.co/QyZoUbETSU — Síminn (@siminn) June 17, 2016Skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma köstuðu nokkrir stuðningsmenn Króatíu flugeldum inn á völlinn og Mark Clattenburg þurfti að stöðva leikinn. Fáránleg hegðun sem dregur örugglega dilk á eftir sér. Þetta hlé sem var gert á leiknum fór illa í leikmenn Króatíu og á þriðju mínútu í uppbótartíma handlék Domagoj Vida boltann innan vítateigs og Clattenburg benti á punktinn. Varamaðurinn Tomás Necid steig fram og skoraði af fádæma öryggi úr vítinu og jafnaði metin. Ótrúlegur viðsnúningur og enn aftur er skorað í uppbótartíma á EM. Eftir leikinn eru Króatar með fjögur stig í C-riðli en Tékkar með eitt.Tékkland 0-1 Króatía Perišić kemur Króatíu yfir gegn Tékklandi. Talsverðir yfirburði í fyrri hálfleik. 1-0. #EMÍsland https://t.co/nmIhPmAYhO— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 0-2 Króatía Rakitic skorar annað mark Króatíu; fagnar innilega með Srna. 2-0. #EMÍsland https://t.co/VAmmdpdmvd— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 1-2 Króatía Skoda minnkar muninn fyrir Tékka! Ekki fyrsti Skódinn sem hefur reynst fólki vel á ögurstundu. #EMÍsland https://t.co/oNG27B8BXf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 2-2 Króatía ÓTRÚLEGAR lokamínútur. Blysum kastað inn á völlinn og vítaspyrna í uppbótartíma. 2-2. #EMÍsland https://t.co/C3wnzjHTgf— Síminn (@siminn) June 17, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira