Ísland mætir þar Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM í Frakklandi en bæði lið náðu jákvæðum úrslitum í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ungverjar unnu Austurríkismenn, 2-0, en Ísland gerði jafntefli við Portúgal.
Þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á fundinum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða og sóknarmanninum Kolbeini Sigþórssyni.
Hér að neðan má lesa beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum en upptaka af honum kemur inn aðeins síðar í kvöld.