„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 13:30 Væntingarnar voru ekki miklar. vísir/getty Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30