Narsissus gengur aftur Óttar Guðmundsson skrifar 18. júní 2016 07:00 Í grísku goðafræðinni er sagt frá hinum íðilfagra konungssyni, Narsissusi. Mikið ábyrgðarleysi í ástamálum bakaði honum óvild guðanna. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði sjúklega ástfanginn af eigin spegilmynd. Skömmu síðar rakst prinsinn á lítið stöðuvatn í skóginum og sá sjálfan sig í vatnsfletinum. Hann lagðist á bakkann heillaður af ást. Narsissus reyndi að kyssa myndina en hún hörfaði undan ofan í vatnsdjúpið. Þetta urðu endalok prinsins. Hann visnaði og varð að engu. Sigmund Freud hreifst af þessari sögu og kallaði sjálfhverfar og sjálfselskar manneskjur narsissista. Í Íslendingasögum má finna marga heltekna narsissista eins og Gunnar á Hlíðarenda, Gunnlaug ormstungu og fleiri. Mér datt þetta í hug þar sem ég sat á torginu í Mílanó í gær og virti fyrir mér mannlífið. Mikill fjöldi túrista vafraði um í eilífri leit sinni að frægum kennileitum. Langflestir gengu með myndavélarsíma í hendinni eða á löngu priki og tóku í sífellu mynd af sjálfum sér. Litlu skipti hvort kirkja eða stytta slæddist með á myndina. Aðalviðfangið var myndasmiðurinn sjálfur. Þetta minnir á söguna um Narsissus. Nú spegla menn sig ekki lengur í vatnsfletinum heldur á skjá snjallsímans. Illa haldinn narsissisti á fleiri hundruð þúsund myndir af sér við öll möguleg tækifæri. Er þetta refsing guðanna fyrir frekju og sjálfhverfu mannsins? Er búið að svipta hann hæfileikanum til að njóta? Hann treystir ekki lengur á eigin skilvit heldur trúir í blindni á snjallsímann. Menn vilja fremur taka mynd af matnum en borða hann. Narsissus varð að engu á vatnsbakkanum. Æ fleiri einangrast og verða að engu fyrir framan tölvuskjáinn. Lífið endurtekur sig í sífellu í fáránleika sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Í grísku goðafræðinni er sagt frá hinum íðilfagra konungssyni, Narsissusi. Mikið ábyrgðarleysi í ástamálum bakaði honum óvild guðanna. Þeir lögðu það á Narsissus að hann yrði sjúklega ástfanginn af eigin spegilmynd. Skömmu síðar rakst prinsinn á lítið stöðuvatn í skóginum og sá sjálfan sig í vatnsfletinum. Hann lagðist á bakkann heillaður af ást. Narsissus reyndi að kyssa myndina en hún hörfaði undan ofan í vatnsdjúpið. Þetta urðu endalok prinsins. Hann visnaði og varð að engu. Sigmund Freud hreifst af þessari sögu og kallaði sjálfhverfar og sjálfselskar manneskjur narsissista. Í Íslendingasögum má finna marga heltekna narsissista eins og Gunnar á Hlíðarenda, Gunnlaug ormstungu og fleiri. Mér datt þetta í hug þar sem ég sat á torginu í Mílanó í gær og virti fyrir mér mannlífið. Mikill fjöldi túrista vafraði um í eilífri leit sinni að frægum kennileitum. Langflestir gengu með myndavélarsíma í hendinni eða á löngu priki og tóku í sífellu mynd af sjálfum sér. Litlu skipti hvort kirkja eða stytta slæddist með á myndina. Aðalviðfangið var myndasmiðurinn sjálfur. Þetta minnir á söguna um Narsissus. Nú spegla menn sig ekki lengur í vatnsfletinum heldur á skjá snjallsímans. Illa haldinn narsissisti á fleiri hundruð þúsund myndir af sér við öll möguleg tækifæri. Er þetta refsing guðanna fyrir frekju og sjálfhverfu mannsins? Er búið að svipta hann hæfileikanum til að njóta? Hann treystir ekki lengur á eigin skilvit heldur trúir í blindni á snjallsímann. Menn vilja fremur taka mynd af matnum en borða hann. Narsissus varð að engu á vatnsbakkanum. Æ fleiri einangrast og verða að engu fyrir framan tölvuskjáinn. Lífið endurtekur sig í sífellu í fáránleika sínum.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun