Höfundar hamingjunnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. júní 2016 07:00 Sagan af örþjóðinni sem vegnar vonum framar er alltaf vinsæl og það er bæði sætt og skemmtilegt að þrjú prósent þjóðarinnar hafi verið í stúkunni í vikunni, að átta prósent þjóðarinnar ætli á EM og að reyndar eru 0,0007 prósent þjóðarinnar í landsliðinu ef út í það er farið. (Ef einhvern tímann er heppilegur tími til að hertaka Ísland er það akkúrat núna. Landið er svo gott sem mannlaust.) En sagan er ekki bara skemmtileg af því að hún er um landslið fámennrar þjóðar, heldur líka vegna þess að veðjað var á fótboltann.Eitthvað annað Þegar sagðar eru fréttir af árangrinum í erlendum miðlum er söguskýringin sú að forgangsraðað hafi verið í þágu fótboltans á Íslandi. Krakkarnir sem hefðu farið að æfa handbolta yfir vetrarmánuðina gátu loksins farið að spila fótbolta í innanhússhöllum allt árið um kring. Söguskýringin er að þessi fjárfesting hafi skilað afreksmönnum og -konum í fótbolta. Það er kannski meira kjöt á beinunum í þessari skýringu en oft er hjá leikskýrendum í íþróttaleikjum. Þeir minna stundum dálítið á stjórnmálaskýrendurna sem segja okkur það sem við sjáum, að þegar flokkur bætir við sig fylgi að þá sé það til marks um að flokkurinn sé að styrkja sig. Í dönskum fjölmiðlapistlum um Ísland á EM örlar auðvitað á háði þar sem menn fagna íslensku undri sem ekki hefur í för með sér eyðileggjandi fjármálahrun eða eldglæður og svart öskufall yfir gjörvalla Evrópu. Danirnir þakka fyrir eitthvað annað íslenskt undur. Að þessu leyti má aldrei þessu vant taka undir með Dönum því það kemur nefnilega aftur og aftur í ljós að það er einmitt þetta „eitthvað annað“ sem kemur Íslandi helst á kortið. Núna er það fótboltinn og áður hefur það verið tónlistin. Sjónvarpsþættir og jafnvel tölvuleikir. Og einu sinni voru það sögurnar. Íþróttir og menning eru trompin okkar.Hetjan og skúrkurinn Við elskum þá alla. Heimir er auðvitað heimsins huggulegasti tannlæknir, Birkir er svo sjarmerandi að konur geta orðið barnshafandi bara við tilhugsunina um hann og Hannes, hann virðist geta allt. Þegar fram kom að Portúgal var með boltann 70 prósent tímans í leiknum en Ísland 30 prósent gleymdist að nefna að þar af var hlutur Hannesar sennilega um 20 prósent. Og loks er það Lars. Maður minn hvað ég elska Lars, manninn sem ekki stendur upp þegar við skorum heldur brosir út í annað og setur kannski örlítið meiri kraft í tyggjójórtrið. Það er kannski helst að það sitji dálítið í mér hvernig talað er um aldur Eiðs, sem er jafnaldri minn, en mætti ætla að væri fæddur 100 árum fyrr, veturinn 1878. Ævintýrin eru hins vegar ekki bara samastaður hetjunnar, þar leynast líka skúrkar. Ronaldo rammaði inn þessa staðreynd þegar hann lét eins og barnið sem leggst á gólf í miðri verslun þegar það fær ekki það sem það vill. Lögmál æðiskastsins er einmitt að það fer aldrei öðruvísi fram en fyrir framan margmenni, hvort sem það er á íþróttaleikvangi eða á búðargólfinu. Ronaldo er þar með kominn í hóp óvina þjóðarinnar, með mönnum eins og Halim Al, og nú rífa börn fótboltaspjöldin af fallinni hetju.Spegillinn í grasinu Eftir leikinn við Portúgal breyttist vefrúnturinn yfir fyrsta bolla dagsins og kaffistofuspjallið fjallar núna um hvað pistlahöfundur Politiken sagði um Ísland, fréttirnar í Dagens Nyheter og úttekt Spiegel á fótboltaástinni (Islands EM-Einstand: Es ist Liebe). Það er vegna þess að allt er miklu betra í lífinu þegar vel gengur, en enn þá betra þegar aðrir taka eftir því og segja frá því. Það er best. Liðsmenn landsliðsins eru ekki aðeins hetjur fallegrar sögu heldur jafnframt höfundar að hamingju heillar þjóðar. Við speglum okkur í árangri þeirra á grasinu. Lars hefur sagt að þegar liðið trúir þá fara aðrir að trúa líka. Og það er ævintýrið, við trúum öll. Fegurðin við söguna felst svo í því að strákarnir segja okkur að við séum með þeim. Þeir leyfa okkur að trúa að söngurinn í stúkunni, svitakófið í stofunni og jafnvel statusinn á Facebook hjálpi þeim. Liðið leyfir okkur að trúa því að okkur hafi gengið vel þegar þeim vegnar vel. Takk fyrir það – og gangi okkur öllum vel í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Sagan af örþjóðinni sem vegnar vonum framar er alltaf vinsæl og það er bæði sætt og skemmtilegt að þrjú prósent þjóðarinnar hafi verið í stúkunni í vikunni, að átta prósent þjóðarinnar ætli á EM og að reyndar eru 0,0007 prósent þjóðarinnar í landsliðinu ef út í það er farið. (Ef einhvern tímann er heppilegur tími til að hertaka Ísland er það akkúrat núna. Landið er svo gott sem mannlaust.) En sagan er ekki bara skemmtileg af því að hún er um landslið fámennrar þjóðar, heldur líka vegna þess að veðjað var á fótboltann.Eitthvað annað Þegar sagðar eru fréttir af árangrinum í erlendum miðlum er söguskýringin sú að forgangsraðað hafi verið í þágu fótboltans á Íslandi. Krakkarnir sem hefðu farið að æfa handbolta yfir vetrarmánuðina gátu loksins farið að spila fótbolta í innanhússhöllum allt árið um kring. Söguskýringin er að þessi fjárfesting hafi skilað afreksmönnum og -konum í fótbolta. Það er kannski meira kjöt á beinunum í þessari skýringu en oft er hjá leikskýrendum í íþróttaleikjum. Þeir minna stundum dálítið á stjórnmálaskýrendurna sem segja okkur það sem við sjáum, að þegar flokkur bætir við sig fylgi að þá sé það til marks um að flokkurinn sé að styrkja sig. Í dönskum fjölmiðlapistlum um Ísland á EM örlar auðvitað á háði þar sem menn fagna íslensku undri sem ekki hefur í för með sér eyðileggjandi fjármálahrun eða eldglæður og svart öskufall yfir gjörvalla Evrópu. Danirnir þakka fyrir eitthvað annað íslenskt undur. Að þessu leyti má aldrei þessu vant taka undir með Dönum því það kemur nefnilega aftur og aftur í ljós að það er einmitt þetta „eitthvað annað“ sem kemur Íslandi helst á kortið. Núna er það fótboltinn og áður hefur það verið tónlistin. Sjónvarpsþættir og jafnvel tölvuleikir. Og einu sinni voru það sögurnar. Íþróttir og menning eru trompin okkar.Hetjan og skúrkurinn Við elskum þá alla. Heimir er auðvitað heimsins huggulegasti tannlæknir, Birkir er svo sjarmerandi að konur geta orðið barnshafandi bara við tilhugsunina um hann og Hannes, hann virðist geta allt. Þegar fram kom að Portúgal var með boltann 70 prósent tímans í leiknum en Ísland 30 prósent gleymdist að nefna að þar af var hlutur Hannesar sennilega um 20 prósent. Og loks er það Lars. Maður minn hvað ég elska Lars, manninn sem ekki stendur upp þegar við skorum heldur brosir út í annað og setur kannski örlítið meiri kraft í tyggjójórtrið. Það er kannski helst að það sitji dálítið í mér hvernig talað er um aldur Eiðs, sem er jafnaldri minn, en mætti ætla að væri fæddur 100 árum fyrr, veturinn 1878. Ævintýrin eru hins vegar ekki bara samastaður hetjunnar, þar leynast líka skúrkar. Ronaldo rammaði inn þessa staðreynd þegar hann lét eins og barnið sem leggst á gólf í miðri verslun þegar það fær ekki það sem það vill. Lögmál æðiskastsins er einmitt að það fer aldrei öðruvísi fram en fyrir framan margmenni, hvort sem það er á íþróttaleikvangi eða á búðargólfinu. Ronaldo er þar með kominn í hóp óvina þjóðarinnar, með mönnum eins og Halim Al, og nú rífa börn fótboltaspjöldin af fallinni hetju.Spegillinn í grasinu Eftir leikinn við Portúgal breyttist vefrúnturinn yfir fyrsta bolla dagsins og kaffistofuspjallið fjallar núna um hvað pistlahöfundur Politiken sagði um Ísland, fréttirnar í Dagens Nyheter og úttekt Spiegel á fótboltaástinni (Islands EM-Einstand: Es ist Liebe). Það er vegna þess að allt er miklu betra í lífinu þegar vel gengur, en enn þá betra þegar aðrir taka eftir því og segja frá því. Það er best. Liðsmenn landsliðsins eru ekki aðeins hetjur fallegrar sögu heldur jafnframt höfundar að hamingju heillar þjóðar. Við speglum okkur í árangri þeirra á grasinu. Lars hefur sagt að þegar liðið trúir þá fara aðrir að trúa líka. Og það er ævintýrið, við trúum öll. Fegurðin við söguna felst svo í því að strákarnir segja okkur að við séum með þeim. Þeir leyfa okkur að trúa að söngurinn í stúkunni, svitakófið í stofunni og jafnvel statusinn á Facebook hjálpi þeim. Liðið leyfir okkur að trúa því að okkur hafi gengið vel þegar þeim vegnar vel. Takk fyrir það – og gangi okkur öllum vel í dag.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun