Örlög Króatanna ráðast á mánudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 11:17 Mark Clattenburg ræðir við króatísku leikmennina. Vísir/Getty Framkoma stuðningsmanna Króatíu í leiknum á móti Tékkum í gær mun hafa afleiðingar í för með sér fyrir króatíska knattspyrnusambandið. Hversu miklar afleiðingar kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn. Ólæti króatísku stuðningsmannanna í Tékkaleiknum eru nú til meðferðar hjá aga- og siðanefnd UEFA og mun hún skila niðurstöðum sínum á mánudaginn. Það má búast við stórri sekt en það eru einnig uppi vangaveltur um framtíð króatíska landsliðsins á EM í Frakklandi. Króatarnir eru kærðir fyrir að kveikja á blysum inn á vellinum og kasta þeim inn á völlinn, sprengja púðurkerlingar, kasta hlutum inn á völlinn, almenn ólæti áhorfenda sem og kynþóttaformdóma í stúkunni. Ástandið í króatísku stúkunni var allt annað en fallegt. Mark Clattenburg, dómari leiks Króatíu og Tékklands, þurfti að stöðva leikinn á 86. mínútu þegar króatísku áhorfendurnir tóku upp á því að kasta blysum inn á völlinn. Staðan var þá 2-1 fyrir Króatíu en króatíska liðið var með mikla yfirburði lengst af í þessum leik.Sjá einnig:Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Leikmenn Króata reyndu að róa stuðningsmenn sína og segja þeim að hætta þessu en lítið gekk. Það varð um fimm mínútna töf á leiknum og króatíska liðið virtist í hálfgerðu sjokki þegar leikurinn hófst á ný. Tékkarnir nýttu sér það og tryggðu sér stig með því að jafna metin. Stuðningsmenn Tyrkja voru líka kærðir fyrir hegðun sína í leiknum á móti Spáni en Spánverjar unnu þann leik örugglega 3-0. Það sem gerir málið enn alvarlegra fyrir þessar tvær þjóðir er að UEFA fékk líka inn á sitt borð mál tengdum hegðun áhorfenda þegar Króatía og Tyrkland mættust 12. júní síðastliðinn. Rússar eru á skilorði og fengu 150 þúsund evra sekt vegna framkomu áhorfenda þeirra í leik á móti Englandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Framkoma stuðningsmanna Króatíu í leiknum á móti Tékkum í gær mun hafa afleiðingar í för með sér fyrir króatíska knattspyrnusambandið. Hversu miklar afleiðingar kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn. Ólæti króatísku stuðningsmannanna í Tékkaleiknum eru nú til meðferðar hjá aga- og siðanefnd UEFA og mun hún skila niðurstöðum sínum á mánudaginn. Það má búast við stórri sekt en það eru einnig uppi vangaveltur um framtíð króatíska landsliðsins á EM í Frakklandi. Króatarnir eru kærðir fyrir að kveikja á blysum inn á vellinum og kasta þeim inn á völlinn, sprengja púðurkerlingar, kasta hlutum inn á völlinn, almenn ólæti áhorfenda sem og kynþóttaformdóma í stúkunni. Ástandið í króatísku stúkunni var allt annað en fallegt. Mark Clattenburg, dómari leiks Króatíu og Tékklands, þurfti að stöðva leikinn á 86. mínútu þegar króatísku áhorfendurnir tóku upp á því að kasta blysum inn á völlinn. Staðan var þá 2-1 fyrir Króatíu en króatíska liðið var með mikla yfirburði lengst af í þessum leik.Sjá einnig:Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Leikmenn Króata reyndu að róa stuðningsmenn sína og segja þeim að hætta þessu en lítið gekk. Það varð um fimm mínútna töf á leiknum og króatíska liðið virtist í hálfgerðu sjokki þegar leikurinn hófst á ný. Tékkarnir nýttu sér það og tryggðu sér stig með því að jafna metin. Stuðningsmenn Tyrkja voru líka kærðir fyrir hegðun sína í leiknum á móti Spáni en Spánverjar unnu þann leik örugglega 3-0. Það sem gerir málið enn alvarlegra fyrir þessar tvær þjóðir er að UEFA fékk líka inn á sitt borð mál tengdum hegðun áhorfenda þegar Króatía og Tyrkland mættust 12. júní síðastliðinn. Rússar eru á skilorði og fengu 150 þúsund evra sekt vegna framkomu áhorfenda þeirra í leik á móti Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira