Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:20 Aron Einar í baráttunni í leiknum í dag. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50
Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01
Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48