Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er enn ósigrað á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 1-1 jafntefli gegn Ungverjum í Marseille í gær. Okkar menn sitja í 2. sæti F-riðils með tvö stig eins og Portúgalar en hafa skorað fleiri mörk.
Liðin eru verðlaunuð fyrir árangur sinn á Evrópumótinu með peningagreiðslum. Ein milljón evra fæst fyrir sigur og hálf milljón evra fyrir jafntefli. Miðað við gengi dagsins í dag fara um sjötíu milljónir króna til Knattspyrnusambands Íslands.
Leikmenn íslenska landsliðsins fá yfir helming þeirrar upphæðar og skipta henni bróðurlega á milli sín í 23 hluta. Hver leikmaður fær því í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið eins og þeir fengu fyrir jafnteflið gegn Portúgal.
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði

Tengdar fréttir

EM í dag: 70 milljóna króna stig í Saint-Étienne
Í þessum fimmta þætti er leikurinn gegn Ungverjum í Marseille fyrirferðamikill.

Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni
Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn.

Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy
Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki.