Gummi var á Stade Vélodrome í gær þegar Íslendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli.
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu á 40. mínútu og eins og sjá má og heyra á myndbandinu hér að neðan var Gummi hæstánægður með gang mála.
Mark Gylfa dugði Íslendingum reyndar ekki til sigurs því Ungverjar jöfnuðu tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.
Vítaspyrna Gylfa Sig séð með augum Gumma Ben. #EMÍsland https://t.co/fZl7nD5E3R
— Síminn (@siminn) June 19, 2016