Við bara blómstrum öll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:00 "Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta,“ segir Hansína. Vísir/Anton „Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016. Garðyrkja Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016.
Garðyrkja Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira